Greinasamkeppni - Plútó Plútó er minnsta reikistjarnan í sólkerfinu og sú níunda í röðinni og er þar með sú sem er færst frá sólu, hún er óralítil eða um 2390 km í þvermál, hún er svo lítil að hún er oft talin vera tungl sem hefur sloppið frá Neptúnisi, en það eru ýmsar kenningar til um það.

Plútó var uppgötvuð árið 1930 af stjörnufræðingnum og vísindamanninum Clyde Tombaugh eftir að hann hafði verið búinn að vinna í mörg ár að þessu verkefni og ákvað hann að skíra stjörnuna ‘Plútó’ vegna lítillar stelpu að nafni Venetia Burney sem hann þekkti sem stakk upp á nafninu og auk þess þá er nafnið ‘Plútó komið af Rómverka guðnum plútó úr undirheimunum.

Sporbaugur Plútó er aðeins öðruvísi en hjá hinum reikistjörnunum, þótt allir sporbaugarnir hjá öllum reikistjörnunum halli eitthvað þá hallar sporbaugur Plútós meira, eða um 17° miðað við hinar brautirnar auk þess er hún óvenju lengri en hinar þar sem það tekur plútó heil 248 jaðarár að fara einn hring um sólu! en það hefur að sjálfsögðu líka eitthvað að gera með fjarlægðina, PLútó er nefnilega 40 sinnum fjær sólu heldur en jörðin. Braut Plútó um sól er nokkurn veginn sporbaugslaga, eins og brautir annarra reikistjarna, en óvenju ílöng.


Lengi vel var talið að Plútó hefði ekki lofthjúp, vegna þess hve smá og massalítil hún var. Það var ekki fyrr en árið 1988 þegar klókir vísindamenn uppgötvuðu að plútó hefði lofthjúp, þeir fundu það einfaldlega út með því að fylgjast með því og sáu að að plútó bar sig í aðrar reikistjörnur þe. stjörnuna bar þá í aðra, þeir rannsökuðu það einnig með því að sjá að birta PLútós dofnaði hægt, sem merkti að hún hafði lofthjúp, en er hún hefði dofnað hratt, hefði hún engan.

Í dag er oft sagt að plútó sé ekki reikistjarna og má það vel vera, þar sem að hún er svo frábrugðin hinum reikistjörnunum, td. fer á öðruvísi sporbaug, er talsvert minni o.s.frv. Vegna þess að Plútó er svo ólíkur fyrri reikistjörnum sólkerfisins töldu margir stjörnufræðingar að ekki ætti að telja hann til þeirra. Ekki var þó til nein sérstök vísindaleg skilgreining á ’reikistjörnu' þannig að erfitt var að segja til um hvort Plútó væri í raun reikistjarna og er enn í dag mikið verið að deila um það,þannig oft er sagt að reikistjörnurnar séu bara 8 en svo eru aðrir sem segja að þær séu 9, og það eru rök á báðum hliðum, þannig að það er endalaust hægt að deila um það.

Plútó er að mestu úr grjóti en það er mest innihaldið í plánetunni í þessu grjóti er talið leynast örlítið vatn en það hefur þó ekki verið sannað. utanverða plánetuna liggur þykkt íslag sem er kringum alla plánetuna, þar eru fjöll sem hafa öll þakist í íslaginu.
Einnig eru til kenningar um að eitthvað af lífrænum efnum sé fyrir utan grjótið, þe. fyrir innan íslagið en utan við grjótið en það hefur heldur ekkert verið sannað, aðeins tilraunakenndar tilgátur.

Plútó hefur nú 3 fylgihnetti, áður fyrr var bara talið að hún hefði 1 en það var ekki fyrr en 1978 þegar sá fyrsti var uppgötvaður, en það var þekkti fylgihnötturinn Karon sem er 900 km að þvermáli og tekur hver umferð þess um Plútó aðeins rúmlega sex jarðardaga. Nafnið ‘Karon’ er skírt eftir ferjumanninum úr Grísku goðafræðinni sem bar nafnið Karon.
Hinir tveir fylgihnettirnir voru mjög nýlega uppgötvaðir eða árið 2005 og er ekki enn búið að gefa þeim almennilegt nafn, en þau eru kölluð S/2005 P 1 og S/2005 P 2 og tilvist þeirra var staðfest í febrúar 2006 og er enn lítið sem ekkert vitað um þessu tvö pínu litlu tungl.

Ýmis fróðleksatriði að lokum: Þvermál Plútó er 2390 km og er hann því heldur minni en tungl jarðar. Eðlismassi hans er að nálægt 2 g/cm3. Við yfirborð hnattarins er meira en 200 stiga frost. Massi Plútó er 1,29 x 1022 kg. Meðalfjarlægð Plútó frá sólu er 39,59 AU (stjörnufræðieiningar) eða 5,916 x 109 km. Hitastigið á Plútó getur farið allt niður í -240°C. þvermál Karon er 1.270 km