Pæling - líf í heiminum? Lengi hefur verið talað um hvort líf fyrir utan okkur sé til einhvers staðar í heiminum. Engar sannanir hafa þó fundist fyrir því að það sé eitthvað líf, en ýmsir fljúgandi hlutir hafa sést og margir segjast hafa séð eitt stykki geimveru í garðinum hjá sér.. Okay kannski ekki í garðinum hjá sér, en segjast þó hafa séð geimveru ;)

Annars getum við verið alveg 99% viss um að það sé líf einhvers staðar í heimum fyrir utan okkur, sérstaklega þegar við sjáum hvað vetarbrautin okkar er týnd innan um hundruðir vetrabrauta, en við munum líklega aldrei komast að því hvort við séum ein í heiminum.
En innan okkar vetrarbrautar er alltaf verið að leita að einhverju merki um líf, eða jafnvel að þar hafi einu sinni verið líf. En af hverju eru vísindamenn að leita að sömu skilyrðum og á jörðinni?
Alls staðar í vísindablöðum og greinum getum við séð vísindamenn segja “nei, þarna getur ekki verið líf – þar er 100°c hiti og ekkert vatn er að finna þar” – en hver segir að lífverur annars staðar lifi við sömu aðstæður og við?
Við þurfum súrefni og vatn og ákveðið hitastig til að lifa, en það eru mannverur. Aðrar verur gætu alveg lifað við miklu hærri eða lærri hita og við allt aðrar kringumstæður en á jörðinni.

Einhvers staðar hefur hugmyndin um geimverur og líf annars staðar byrjað. Ýmind okkar á geimveru er þessi silvurlitaða, granna, með risastór augu ekki satt?
Einhver hlýtur að hafa séð þannig veru, en það dugir ekki ein manneskja til að allur heimurinn fái þessa ýmind á geimverum. Einhverjir hafa tekið undir þessa mynd af geimverum og þannig hefur þessi ýmind okkar vaxið.
Eins með geimförin sem þær ferðast í, einhvers staðar hlýtur að hafa sést þannig faratæki til að fólk kalli þetta geimskip því þetta er svo sannalega ekki líkt geimskutlunum sem við á jörðinni búum til.

Area 51 er einnig staðurinn sem ýmsir trúa að geimverur og aðrir geimhlutir séu geymdir. Það er sagt að Bandaríkjamenn feli ýmsa hluti þar sem aðrir fá ekki að komast að, og sönnunin er komin um að þessi staður er til – af hverju fær mannfólkið þá ekki að vita hvað er þar inni? Ýmind margra á Area 51 er eins og sást í Independence Day – kannski er það ástæðan fyrir því að fólk datt þetta í hug, ég var nú of ung til að hugsa út í það þá þannig persónulega veit ég ekkert um það…

Annars eru þetta bara mínar hugsanir um heiminn, engin skítköst :)

Menn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvort annars konar líf hafi getað þróast við allt aðrar aðstæður. Er til dæmis hugsanlegt að ammoníak, sem gnægð er af til dæmis á Júpíter, gæti komið í stað vatns sem uppistaða lífs?