Erum við ekki geimverur? Þegar horft er á framtíðina þá mætti álykta að við munum halda áfram að brjóta þá eðlifræði múra sem hafa verið okkur í vegi.
Tíminn er hugsanlega einn af þeim múrum sem við eigum eftir að brjóta.
Ef litið er á neanderdalsmanninn og hann borinn saman við nútímamanninn þá er auðséð að líkaminn er smám saman að grennast og höfuðlagið er að rúnast og stækka. Með áframhaldandi þróun er hægt að álykta að við munum á endanum líta út eins og geimverur.
Jörðin okkar er að eyðileggjast og það er vel hugsanlegt að á endanum þurfum við að finna okkur aðra plánetu og yfirgefa okkar heimili. Eftir að við aðlögumst nýjum heimkynnum þá myndum við ekki vera hæf til þess að lifa í okkar upprunalega umhverfi svo einhverskonar búningar verða nauðsynlegir.
Er ekki hugsanlegt að geimverurnar séu bara við í framtíðinni að koma hingað til að rannsaka uppruna okkar og reyna að skilja hvað fór úrskeiðis.