Þegar sólin fer í gegnum einn af spíralörmum Vetrarbrautarinnar á ferð sinni umhverfis miðju hennar, fellur hitastig á jörðinni. Slíkar “geimísaldir” verða hér á nokkur hundruð milljóna bili - og við erum nú einmitt á leið inn í eina slíka.

Jörðinn hefur ekki alltaf verið eins útlits og hún er nú. Stundum hefur þessi hnöttur verið því nær allur þakinn ís pólanna á milli, á öðrum tímum hafa hitabeltisskógar breiðst út um hann allan og enn öðrum sinnum hafa gular og rauðar eyðimerkur lagt undir sig nánast allt þurrlendið.
Þessi heimur okkar hefur sem sagt átt fjölbreytta ævi, þær 4.500 milljónir ára sem hann hefur verið á sveimi umhverfis sólina - og jafnt stjörnufræðingar, veðurfræðingar og jarðfræðingar vinna nú ákaft að því að greina ástæður þessara miklu loftslagsbreytinga.
Nú hefur ísraelskur stjörnufræðingur Nir Shaviv, sett fram alveg nýja kenningu um loftslagið á jörðinni standi í nánu sambandi við atburði sem verða í mörg hundruð ljósára fjarðlægð frá okkur útí í Vetrarbrautinni. Shaviv er þess fullviss að loftslagið á jörðinni sé miklu ríkara mæli en áður hefur verið talið, háð geimnum í kringum okkur.

Sólin á eilífri ferð
að baki kenningarinnar liggur sú staðreynd að þeir 200 milljarðar sólstjarna sem mynda Vetrarbrautina eru á stöðugri hringferð umhverfis miðju hennar. Sumar stjörnur fara um miðju Vetrarbrautarinnar eftir mjög aflöngum brautum, sem bera þær alveg út í ystu útjaðra stjörnuþokunnar, en aðrar t.d sólin okkar fara eftir nánast alveg hringlaga brautum. Þann tíma sem það tekur sólina fara í einn hring um miðju Vetrarbrautarinnar nefna stjörnufræðingar Vetrarbrautarár og samkvæmt nýjustu útrekningum er eitt Vetrarbrautarár 225 milljónir ára að lengd. Þetta þýðir að jörðin er um 20 vetrarbrautarára að aldri, en frá því að lífið gekk á land eru aðeins liðin um 2 Vetrarbrautarár.
Vetrarbrautarár er heppileg tímaeining þegar horft er til þeirra hægu breytinga sem t.d hafa valdið miklum veðurfarsbreytingum á jörðinni. Shaviv telur sig nú hafa fundið ákveðinn loftslagstakt sem standi í beinu samhengi við lengd Vetrarbrautarársins.
GEIGEISLUN SKAPAR AÐ LÍKINDUM SKÝJAÞYKKNI SEM KÆLIR JÖRÐINA.
Skýringin er sú að ferð sólarinnar umhverfis miðju Vetrarbrautarinnar er ekki viðburðalaus feðr um 1 allsherjar tómarúm. Á leið sinni fer sólin m.a gegnum spíralarm þar sem er mikið af gasi og ryki og þar eru ungar og heitar stjörnur springa sem sprengistjörnur. Á öðrum tímum er sólin á ferð um friðsamari svæði þar sem nánast envörðungu er að finna gamlar og ljósfaudar stjörnur. Stundum fer sólin í tuga ljósára fjarðlægð frá miðfleti Vetrarbrautarinnar þar sem stjörnuþéttnin er mest, en stundum fer hún einmitt í gegnum þennan miðflöt. Reyndar er braut sólarinnar nokkup sérstök. Hún liggur í um 27.000 ljósára fjarðlægð frá miðju Vetrarbrautarinnar og hringferð hennar tekur nokkuð skemmri tíma en hringferð spíralarmana uppi einn af öðrum og fer í gegnum þá. Og nú er sólin einmit á leið í gegnum einn þeirra, hinn svonefnda Óríonarm. Að lokum eftir mörghundruð milljón ár verður sólin búin að fara í gegnum alla spíralarmana.
Og ferð í gegnum spíralarm er fjarri því hættulaus. Ástæðan er sá aðí örmunum verða iðulega stjörnuspreningar. Svo öfluguar geta sprengistjörnurnar orðið að þær geta hæglega dauðhreinsað reikistjörnur í tuga ljósára fjarðlægð með geimgeislun sinni. Og jafnvel í enn meiri fjarðlægð geta þær skapað hættu vegna þess að geislunin frá þeim dreifist um víðerni sem mælast í þúsundum ljósára. Og það er einmit slík geislun sem Shaviv hefur skoðað nánar.
Öflug geimgeislun hefur áhrif á frumeindir í þeim loftsteinum sem rignir niður á jörðina. Aukin geimgeislun leiðir af sér myndum geislavirks kalíums í loftsteinunum meðan þeir eru á ferð úti í geimnum. Þetta gerist þannig að hlutfall ístópa geislavirks kalíums og venjuleg kálíum breytast. Shaviv hefur greint 42 loftsteina á ýmsum aldri, allt að 2,2 milljóna ára gamla og að þeirri niðurstöðu að þetta hlutfall breytist í ákveðnum takti sem mælist 143 milljónir ára og það kefur heim og saman við þlr geimísaldir sem Shaviv telur hafa orðið á jörðinni.

Geimgeislun veldur kulda.
Shaviv telur að 10% breyting í magni geimgeislunar, lækki meðalhita á jörðinni um 1,3 gráður, að líkindum vegna þess að geislunin jóníserar loftið og skapar aukna skýjahulu. Og fari jörðin í gegnum spíralarm samtímis því sem hún fer um miðflöt Vetrarbrautarinnar, þar sem stjörnuþéttni er mest, getur meðalhitinn lækkað um 10 - 15 gráður, sem er meira en nóg til að valda ísöld.
Nú er sólín á leið í gegnum Óríonarm Vetrarbrautarinnar og þar með erum við stödd í miðri geimísöld!, Rétt eins og er, ríkir hér að vísu þægilegur hiti, en ástæða þess er sú að við erum í millibilsástandi milli tveggja ísalda. Á síðustu teim milljónum ára hafa komið allmörg hlýinda skeið. Þessi skammvinnu hlýindarskeð eiga þó að líkindum ekki rót að rekja til Vetrarbrautarinnar, heldur lítilla sveiflna í braut jarðar og öxulhalla. Standist kenning Shavivs gæti geimísöld skollið hér á að nýju eftir fáeinar þúsaldir og þá verðir aftur ísöld á jörðinni. Þá má búast við að mannkynið flytjist bæði úr suðri og norðri og setjast að í nánd vup miðbaug. Þá verða það aðeins leiðangursmenn sem fara úr ljósaflóði stórborganna og út yfir meginlandsísinn sem geta séð ástæðuna með eigin augum á frostheiðum næturhimni þétta breiðu bjartra stjarna.

Aflaði mér upplísyngar úr Lifandi vísindi. Þetta er grein úr blaði frá þeim.

Og vonandi getið þið svarað þessu og sagt eithvða um þetta.

Takk fyrir mig.
thNdr notar facebot frá www.facebot.com