George W. Bush er búinn að hafa samband við NASA og vill senda geimflaug með manneskjum til Mars.
Þessi hugmynd var vígð af forsetanum sjálfum þann 14. janúar.
Nasa er búið að sökkva sér í planeringar og árið 2025 á að senda geimflaugina frá Cape Canaveral í Bandaríkjunum í næstum því 10 mánaða ferð til rauðu plánetunnar Mars.
Aðal efnið er að sjálfsögðu til að komast að því hvort það sé virkilega líf á Mars.
Ég kann samt að gagnrýna Bandaríkin og mín skoðun er að George W. Bush sé að hugsa mikið útí kepnnina og vill að Bandaríkjamenn séu þeir fyrsu að stíga á Mars.
Þetta minnir bara á keppnina milli Bandaríkjana og Rússlands fyrir mörgum árum þegar keppnin var um fyrstu manneksjuna í geimnum og á tunglinu.
Þetta verður samt fróðlegt þótt að Bandaríkjamenn eru örugglega meira að hugsa um að þetta verður sögulegt.

Kv. StingerS