Ég bara verð að sjá hvða menn segja við þessum.

Ef ég held rétt þá er svona “frumefni” heimsins vetni og vetni er lang algengasta frumefni heimsins enn i dag. Sólir þrýsta vetnisatómum saman i kjarnanum og renna þær sameindir saman og mynda þá helíum ef mér skjátlast ekki, svo við meiri hita og þrýstinf þá breytist helíum í kolefni einhverskonar, svo súrefni, svo við að mig minnir í 3 milljarð gráðu hita i kjarna (liklega næst hann bara inn i quasars aka dulstirnum) myndast sílikon, þá eru komin nokkur frimefni.

Hvaðan komu öll hin frumefnin, eru kenningar uppi með það ?

P.S ég las þetta í einhverri risa geimfræðibók á bókasafni fyrir ekki svo löngu þannig að þetta hlýtur að vera rétt hjá mér (samkvæmt kenningunni)

Stephen hawkins brief history of time er besta bók sem ég hef lesið í sambandi við að opna hugann betur, hún er rosaleg. takk fyrir mig.