Ég er einn þeirra fáu Íslendinga sem búa yfir þeirri skemmtilegu reynslu að hafa séð fljúgandi furðu hlut. (já já ef þú trúir mér ekki skaltu ekkert vera að lesa þetta eða commenta neitt) Eftir að ég sá þennann hlut hafði ég samband við FFH félagið til að skrá mína sögu sem þeir með glöðu geði gerðu. Enda ekki á hverjum deigi sem eitthvað þessu líkt gerist hér á þessu skeri. Og tilvitnis um fagmannleg vinnubrögð hjá FÁFFH var hringt í mig hálfu ári eftir að þetta gerðist til að fara yfir söguna mína, til að athuga hvort hún hefði breyst eins og svo oft vill verða með lygasögur. Og viti menn, sagan var tekinn trúverðug, skráð og staðfest.
Enn það sem ég myndi vilja vita er það hvort þeir(FÁFFH)séu með heimasíðu eða skrifstofu sem hægt er að fara til?