Það er mikið um að fólk pósti á þetta áhugamál gagnrýni á þá skoðun að hvergi í heiminum annarstaðar en á jörðinni sé líf. Og býst þá væntanlega við svari frá einhverjum sem hefur þá skoðun.
Það kemur náttúrulega aldrei.
Efasemdamenn um tilvist fljúgandi furðuhluta frá öðrum hnöttum á jörðinni hafa fæstir haldið því fram að hvergi annarstaðar í heiminum sé líf, vitsmunalif eða nokkuð annað. Hinsvegar hafa þeir bent á að “sönnunargögn” í UFO málum séu ekki bara stundum heldur alltaf vægast sagt hæpin og léleg, og því sé ekki ástæða til að trúa þeim.
Deilan um tilvist lífs eða vitsmuna á öðrum hnöttum er allt annar handleggur og flestir vísindamenn eru sammála um það að það sé ótímabært að vera með yfirlýsingar í þeim efnum. Margir telja þeir þó ástæðu til að leita vandlega að því.
Að til séu ójarðneskar lífverur sem geta komist til jarðarinnar á auðveldan máta og hafa gert það dreg ég sjálfur stórlega í efa og hef aldrei séð nein gögn sem benda hið minsta til þess.
Annars er meigin tilgangur greinarinnar að benda lesendum á það að flestir efasemdamenn telja að það geti bara vel verið og sé jafnvel líklegt að til sé vitsmunalíf á öðrum hnöttum.

Kveðja,
Sindri

Appendix:
Ég sleppi algerlega notkun á orðinu geimvera þarsem einhverjir “snillingar” snúa alltaf útur og segjast sjálfir vera geimverur. Þetta er reyndar að mínu mati bull í þeim, Yuri Gagarin var geimvera um stund en ekki þú! Jörðin þeytist í um geiminn á gríðarlegum hraða, þú ert á jörðinni en ekki úti í geim. Þó að þú sért á jörðinni og jörðin úti í geim þarf ekki að vera að þú sért úti í geim. Ef þið viljið kommenta á appendicinn minn gerið það þá á korkunum.