Þessa dagana er haldin 8. alþjóðlega ráðstefnan um lífstjörnufræði í Reykjavík sem
nefnist Bioastronomy 2004: Habitable Worlds.

Þriðjudagskvöldið 13. júlí kl. 20-22 verða haldnir tveir fyrirlestrar í Háskólabíói sem
eru opnir almenningi og er aðgangur ókeypis.

„Life under Ice: From Iceland to the Outer Solar System“

Dr. Eric Gaidos, aðstoðarprófessor í jarðvísindum og líffræði við Hawaii-háskóla, fjallar
um líf í ólífvænu umhverfi hér á jörð og leggur sérstaka áherslu á kuldakærar örverur,
t.d. í Grímsvötnum. Einnig mun hann ræða um leitina að lífi á Mars og möguleika þess
að líf geti hafa kviknað og þrifist í hafinu undir íshellu Júpíterstunglsins Evrópu. Gaidos
hefur stundað rannsóknir á sviði jarðvísinda, líffræði og stjarneðlisfræi.

og

„Looking for Earths in Nearby Solar Systems“

Dr. Alan Boss, stjarneðlisfræðingur við Carnegie stofnunina í Washington, fjallar um
þróun hugmynda um myndun sólkerfisins frá dögum Kants og Laplace, rannsóknir á
myndun annarra sólkerfa, uppgötvun hnatta í nálægum sólkerfum á síðastliðnum 10
árum og athuganir á því hvort þar geti verið lífvænlegt. Alan Boss er formaður
vísindanefndar ráðstefnunnar og einn af kunnustu fræðimönnum heims á sínu sviði
ásamt því að vera mjög eftirsóttur fyrirlesari.

Sem fyrr segir er aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

<a href="http://www.stjornuskodun.is“ target=”_blank">Stjörnufræðivefurinn</a> er
með sérstaka umfjöllun um ráðstefnuna.