Ef jarðarbúar fyndu vitsmunalíf á öðrum hnetti! Ég hef verið að velta því fyrir mér í dálangann tíma hvað myndi verða gert ef menn fyndu vitsmunaverur annarsstaðar í geimnum! Segjum sem svo að þær fyndust kannski í 4 ljósárafjarlægð (Það er fjarlægðin sem næsta sólkerfi er við þetta sólkerfi sem við lifum í!) og hægt væri að sjá að þarna væri einhverskonar frumstætt samfélag vitsmunavera!

Hvað myndum við gera?

Myndum við senda mannað geimfar þangað, myndum við senda útvarpsbylgjur og bíða eftir svari næstu áratugina, ómannað geimfar með rannsóknarbúnaði, svipuðum þeim sem NASA sendi til Mars, eða myndum við bara vera himinlifandi og bara vita um þetta þarna uppi og ekki gera neitt!

Annars hófst allt þetta geimverutal á því að geimverur heimsóktu móður-jörð einhvertíma um 1945 einhverstaðar í Rosswell í USA (ef ég man rétt). Segjum sem svo að einhverjar geimverur myndu senda eitthvað svona rannsóknartæki hingað til jarðar, segjum að það myndi lenda á akri hjá einhverjum bónda t.d. í dannmörku, og hann, auðvitað hringir strax í pressuna! Auðvitað yrði tækið strax tekið til rannsóknar, tekið í sundur og skoðað!!!!! Ég efa það að fólk myndi leifa tækinu að skoða sig, t.d. taka úr sér blóð eða bóndinn leifa tækinu að fara þarna framm og tilbaka á akrinum. (“Uppskeran mín eyðilegst!”).

Ég hef líka verið að spá, t.d. segjum að við fyndum þessar geimverur þarna úti í geimnum, og okkur myndi ekki stafa nein hætta á þeim því þær væru bæði svo langt í burtu og þær héldu að hnötturinn þeirra væri flatur og himingeimurinn snérist í kringum þær, og þær væru ekki með nein flugtæki! Jæja, Bandaríkjamenn, Japanir og Rússar, og fleiri þjóðir myndi í sameiningu senda þangað ómannað rannsóknargeimskip svipað því sem sent var til Mars, (kannski eitthvað flottara og tæknilegra). Þessi nokkrahjóla/lappa tæki myndi lenda þarna einhverstaðar nálægt einhverjum bústöðum geimveranna og það væri t.d. myndavél á tækinu. Svo sægist á myndum frá tækinu að geimverurnar hefðu orðið tækisinst vart! Og svo sæjust þær koma hoppandi, fljugandi, töltandi eða gangandi að tækinu og lemdu það t.d. í klessu, eða tæku það í sundur eða nöguðu það eða eitthvað álíka fáránlegt! Myndum við senda eitthvað meira á þessa plánetu? Fleyri ómönnuð rannsóknargeimskip? Kannski mönnuð? Eða bara best að senda sprengju þangað og sprengja þetta allt í loft upp og þá stafaði jarðabúum ALLS-engin hætta að þeim!

Sko, auðvitað er þetta bara í hausnum á mér, enn gæti samt einhvern daginn orðið að veruleika, ég veit ekkert frekar enn þið á hvaða tæknistigi eða veruleikastigi þessar geimverur gætu verið á, þetta gætu verið geimverur svipað risaeðlunum fyrir 65 milljónum ára hér á jörðinni, þetta gætu verið geimverur þar sem IQ væri hærra enn 1000 í þeim öllum.

Það væri nú gaman að fá að sjá álit ykkar á þessu núna!