Hefur heimurinn alltaf verið til? Efnið sem heimurinn er búinn til úr getur ekki hafa verið til alltaf. það hefur verið til lengi. Kannski margfald lengur en vísinda menn í dag halda. En ef maður rannsakar þetta þá verður niðurstaðan önnur. Allavega hjá mér, og þá væri gott að fá mót rök eða með rök.
En við skulu byrja þetta á þessum rökum:
Heimurinn eins og við þekkjum hann í dag varð til við mikla kvell við dögunn tímans (það er upphaf). Áður hafði ekki verið tími eða allavega getum við ekki fært sönnun á tilvist heims á undan þessum.
Hreyfing efnis skapar tíma. Tíminn er því ekki til nema eitthvað sé til að hreyfast. Ef allt hætti að hreyfast myndi tíminn stöðvast.
þannig að í upphafi var ekki tími.
Það er hægt að setja það fram að allt efni hafi verið til á undan þessum heimi og að tíminn hafi ekki verið til. Það er allt efni var staðnað.

Við skulum skella okkur dýbra í þetta.
Allt er búið til úr sama efninu. Við erum búinn til úr frumefnum (adómum) sem eru aftur búinn til úr róteindum og nifteindum. Þaug eru svo aftur búinn til úr kvörkum. Kvarkar eru minnsta þekkta efni sem til er. En Vísinda menn leiða líkur á því að þegar fram í sækir og tæknin verður fullkomnari muni enn minni eindir sem kvarkar eru gerðir úr finnast. Þannig getum við sagt að allt sé búið til úr því sama.

Förum aftur að upphafi alheimsins og á undan því.
Á undan mikla kvelli hefur ekkert verið til. En þá ættum við ekki að vera til.
1+1 gera 2
1+0 gera 1
og 0+0 gerir 0.
en ef þú skiptir núllinu í tvennt?
þá færðu út -1 og +1. Það er. Andefni og efni.
Heimurinn er þá til vegna þess að það er einhver staðar þarna úti hliðstæða okkar. og þegar við komust í snertingu við hana eyðumst við. En þessi heimur er svo langt í burtu að sólinn verður fyrir löngu búinn að brenna upp áður þessi andheimur kemst í snertingu við okkar heim.
Þannig að við upphaf alheimsins gerðist eitthvað sem varð til þess að efni og andefni urðu til úr engu. Hvað það er munum við aldrei getað sannað með vissu en það gerðist og við erum í skuld við heiminn. Þannig að einhverdaginn rekumst við á andefnið og þá verður aftur ekkert.