MARS

Eins og flestir vita þá er Mars eina reykistjarnan fyrir utan jörðina sem haldið er að líf sé á. Meðalhitastigið þar er um -40°C en fer upp fyrir frostmark við miðbaug. Á Mars er einnig stærsta eldfjall sólkerfisins, Olympusfjall. Fjallið um 25 km. hátt og 550 km. í þvermál. Ekkert vatn er að finna á yfirborði Mars en hugsanlegt er að eitthvað vatn sé undir yfirborðinu.
Mars er þakið gígum eins og tunglið okkar en gígarnir á Mars eru aðeins grynnri en á tunglinu. En mars fylgja líka tvö tungl, þau heita Fóbos og Deimos, á íslensku, ógn og skelfing.
Mars er 6.787 km í þvermál, eða um það bil helmingi minni en jörðin. Eitt ár á Mars er um það bil 687 dagar eða 1,88 jarðár.

Samkvæmt myndum af Mars sem teknar voru í Mariner 4 árið 1965 þrífst ekki líf á plánetunni en samt er verið að rannsaka þetta betur því að samkvæmt nýjustu myndunum gæti verið líf þar.

Plánetan er oft kölluð rauða plánetan (rauða stjarnan) eða pláneta rauðs.
Rússar segja að stundum þegar þeir séu að sigla um höfin sem eru við Rússland sjá þær grænar furðuverur fljúga yfir þeim. Þeir segja að þetta séu Marsbúar sem láta mann langa í brennivín því að þegar þeir sjá þessar verur langar þá í brennivín.

VENUS
Venus er önnur reykistjarnan frá sólu og er um það bil 12.104 km. í þvermál. Þó að Venus sé nær jörðu en hinar reykistjörnurnar er erfitt að skoða hana.
Venus virðist mjög falleg pláneta og heitir eftir hinni rómversku gyðju ásta og frjósemi. En þó að hún virðist falleg þá er hún það ekki. Birtan á Venus er bara sólarljós sem endurkastast af eytruðu andrúmsloftinu og þar er líka rosaleg gróðurhúsaáhrif. Venus er ein mengaðasta og ógeðslegasta reykistjarnan. Þar er ekkert annað en eytrað loftslag og hitinn þar er svo mikill að ef hlutur frá jörðinni yrði settur þangað myndi hann bráðna á um hálftíma eða minna. Ef maður færi á Venus myndi hann deyja um leið og hann kæmi þangað. Enginn hefur stigið fæti á Venus vegna þess hve allt er mengað og ógeðslegt.

PLÚTÓ

Plútó er minnsta reykistjarnan og sú lengsta frá sólu. Plútó er svo langt frá sólinni að þar er enginn hiti eða birta. Þetta er bara dimm og köld pláneta. Meðalhitastig á daghlið Plútos er um -230°C en hæsta hitastig sem vitað er um á Plútó er um -115°C.
Plútó er um 2.245 km. í þvermál og er um 250 jarðár að fara í kringum sólu. Plútó var gefið nafn eftir rómverskum guði undirheimanna og hugmyndin af nafninu kom frá 11 ára stelpu.

Ekki er vitað hvort að einhver litur sé á Plútó því að þar er svo mikið myrkur og það er mjög erfitt að sjá eitthvað á myndum af Plútó.