“Aldur” tunglsins er talinn í dögun, frá því að það var nýtt. Fullt tungl er í hásuðri um lágnætti.(Miðnætti) Hálft vaxandi tungl er 7-8 daga, fullt tungl er 14-15 daga; Hálft minnkandi tungl er 22 daga. Ef að menn setja á sig tölu sem kölluð er Paktar, má reikna hér um bil aldur tunglsins án þess að almanak sé fyrir hendi. Kvartilaskiptin sjást í almanakinu og þar eru Paktar hvers árs skráðir.
Fullt tungl er í hásuðri um lágnætti. (Miðnætti) Hálft vaxandi tungl er í hásuðri um miðmorgunsbil. Vaxandi tungl snýr hornum til vinstri !
Ef við viljum finna aldur tunglsins Sunnudaginn 21.mars 1999
Þá er fyrst að vita hvaða dagur ársins þar er.

Janúar…. 31d.
Febrúar… 28d.
Mars…… 21d.
Samtals… 80d.

Pakta má finna svona: Skrifa tvo síðustu tölustafi ársins, bæta einum við og draga 19 frá eins oft og hægt er. Það sem þá er eftir heitir “Gyllital”. Nú er dregin -1- frá frá Gyllitalinu, afgangurinn margfaldaður með 11 og þar við er bætt talan 29. Að lokum eru 30 dregnir frá eins oft og hægt er. Það sem eftir er eru þá Paktarnir.

Nú er 21.mars 1999, 80.dagur ársins og við hann leggjast nú paktarnir sem eru 13. Þá kemur út 93. Frá þeirri tölu á nú að draga 59 eins of og hægt er, hér aðeins einu sinni og þá standa 34. Þegar þessi útkoma er hærri en 30, eins og hér, á að draga 30 frá fyrri tölu og það sem þá verður eftir er þá aldur tunglsins. Sé tala sem kemur út úr fyrri frádrættinum lægri en 30 þá er hún aldur tunglsins. Tunglið er þá 4ra daga gamalt þann 21.mars 1999 og þá kveiknaði nýtt tungl 4um dögum fyrr, þann 17.mars
21.mars er jafndægur að vori og þar sem Páskadagur er fyristi sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl eftir vorjafndægur þá fellur hann á sunnudaginn þann 4.apríl. Síðasta fulla tungl fyrir Páska var aftur á móti Miðvikudaginn 31.mars, en það tungl er 18 daga gamalt á Páskadag.
Vikudagur 21.mars er fundinn svona: Skrifa tvo síðustu tölustafi ártalsins og bæta 1/4 af þeirri tölu við. (Afgangi sleppt ef nokkur er) Síðan skal bæta 4um við. I þá tölu sem nú er komin fram, skal deila með 7. Gangi sú deiling upp ber 21.mars upp á laugardegi. Verði aftur á móti afgangur segir hann til um hvaða viku dagur 21.mars er.

Dæmi: Finn páska árið 1929: Fyrst fundinn aldur tunglsins eins og áður var sýnt. 21.mars er 80. dagur ársins. Við þá tölu er nætt 19 Pöktum og útkoma þess er 99. Nú eru 59 dregnir frá og útkoman er þá 40. Síðan eru 30 dregnir drá og útkoman er þá 10. Tunglið er þá 10 daga gamalt.
Nú er fundinn vikudagurinn 21.mars.

Artalið 29 + fjórðipartur þess 7= 36. við er bætt 4 = 40. I þetta er deilt með 7 þá ganga 5 af 21.mars bet því upp á fimmtudag. Tunglið er þá 10 daga gamalt fimmtudaginn 21.mars. Þá er það fullt þriðjudaginn 26.mars. Næst sunnudagur þar á eftir er 31.mars og þar með Páskadagur.
No remorse!