Geimverur


Geimverur hefðu þegar átt að vera búnar að koma í heimsókn. Hvað varð eiginlega um þær? Á þennan einfalda hátt setti Enrico Fermi fram meginspurningu að baki SETI – rannsóknanna árið 1950. Sé tekið tillit til hinar gríðarlegu stærð alheimsins og aldurs hans er eiginlega nánast skrýtið að vitsumaverur annars staðar að úr geimnum skuli ekki þegar hafa komið í heimsókn til okkar. Enn geta jarðabúar þó ekki að hafst annað en að hlusta eftir orðsendingu í formi útvarpsbylgja. Lang flestir stjörnufræðingar neita að trúa því að við séum ein í alheiminum. Margt áhugasamt fólk, bæði vísindamenn og áhugamenn, leita ákaft eftir einhverju lífsmarki utan úr geimnum. Þetta sérstaka svið geimrannsókna gengur undir heitinu SETI, en skammstöfunin stendur fyrir „Search for Extra Terrestrial Intellingence“ eða „leit að vitsmunarlífi utan jarðar” Nú byggjast nánast allar SETI – rannsóknir á útvarpsbylgjuleit. Við núverandi aðstæður er þetta einfaldlega eina tæknin sem við höfum til ráðstöfunar. En geimferðir framtíðarinnar kynni að opna mannkyninu nýja möguleika.
Reyndar höfum við fengið margar heimsóknir utan úr geimnum. Þeirra skoðunar eru allavega margir áhangendur fljúgandi fuðuhluta. En þeim hefur ekki tekist að koma með beinharðar sannanir, þess vegna hafa SETI – vísindamenn litið framhjá því.
Stjörnufræðingurinn Alan Hynek hefur skipt vitnisburðum um fljúgandi furðuhluti í sex flokka.

1. NÆTURLJÓS: Ljósfyrirbrigði á næturhimni, sem ekki er hægt að skýra með hefðbundnum aðferðum.

2. SKÍFUR Í DAGSBIRTU: Skífu – egg – eða vindillaga fyrirbæri sem sjást á himnum í dagsbirtu, en í miklum fjarska.

3. RADARSJÓN: Hlutir sem samtímis hafa sést með berum augum og á radar.

4. FYRSTU GRÁÐU NÁND: Furðuhluturinn skilur eftir sig för í yfirborði eða hefur áhrif á fólk (t.d. brunasár) eða hluti, svo sem með því að stöðva bilvél eða trufla útvarp eða sjónvörp.

5. ÞRIÐJU GRÁÐU NÁND: Lífverur sjást við furðuhlutinn.

Ýmsir vísindamenn velta því fyrir sér hvort SETI – rannsóknirnar getir ekki í raun reynst hættulegar. Framandi vitsmunaverur gætu allt eins reynst óvinveittar. Margir hafa kannski velt fyrir sér hvort vitsmunaverur úr geimnum koma á jörðina, eyða mannkyninu til þess að nota auðlindir okkar. Stjörnufræðingurinn Jill Tarter gefur okkur gott svar við þeirri skoðun.
„Til hvers mundu vitsmunaverur, sem stæðu okkur langt um framar, eiginlega þurfa að nota jörðina?”




Vonandi getur framtíðin svarað þeirri spurningu, ER LÍF Í GEIMNUM?





Heimildir fékk ég úr
Er líf í geimnum sem
er aukablað með lifandi
vísindum 1 tbl 2001
Höfundarnir heita:
Helle og Henrik Stub.
Jón Daníelsson Þíddi.






Sorry get ekki gert nein greinaskil eða eitthvað þannig. Hún leit miklu betur út í Microsoft en HVAÐ FINNST YKKUR UM RITGERÐINA OG HVAÐ HALDIÐ ÞIÐ AÐ ÉG FÁI FYRIR HANA