Ég bý á Akureyri og um miðjan þennan mánuð ca. (ég man ekki nákvæmlega) sá ég undarleg ljós á vestur himni. Þetta ljós jókst og dofnaði til skiptis þegar það dofnað þá sást rétt svo lítill punktur sem var varla greinanlegur. En þegar þetta var bjart þá var þetta sko BJART! Ég sá þetta á 3 dögum og alltaf á tímabilinu frá 21 til 3. Ég var að pæla í því hvort einhver annar hefði séð þetta og líka hvort einhver vissi hvað þetta hefði verið. Ég giska á að þetta hafi verið gervihnöttur vegna þess hvernig birtan kom alltaf á nokkra mínútna fresti en þetta var samt alltof bjart og ég vissi ekki af neinum stórum gervihnöttum á svona norðlægum slóðum og þetta var ALLTAF á sama stað.
Álit ykkar?