Þetta verður nú ekki langt hjá mér í þetta skiptið. Málið er það að ég er orðinn frekar þreyttur á greinum sem allar fjalla um UFO eða samsæriskenningar varðandi tungllendinguna. Hvernig væri að leggja meira í greinarnar og fjalla til dæmis um undirbúning mannlausra ferða til Evrópu eða Mars? Fyrir mitt leyti myndi ég miklu frekar kommenta á þær greinar en nokkurn tímann “Geimvera stal hjólinu mínu og laug svo að um hún hefði farið til tunglsins”…Come on people, það hlýtur að vera fleira fólk sem stundar huga/ufo sem langar að lesa almennilegar greinar…eða er það kannski ekki svo?
Nú fæ ég pottþétt spurninguna “af hverju sendirðu sjálfur ekki inn grein?”
Það getur vel verið að ég geri það, en ég mun ekki nenna að eyða efni í grein ef hún hverfur af forsíðunni undan flóði samsæriskenninga og lygasaga án þess að fá yfir 20 svör.

kv.

Bogi