Ágætu hugarar, fyrir stuttu kom út nýjasta tölublað af lifandi vísindum, ein greinin í því tölublaði heitir “UFO-hrapið við Roswell”. Þar stendur “ Árið 1974 hrapaði geimfar niður nálægt bandaríska bænum Roswell. Geifarið og áhöfn þess voru flutt til hinnar dularfullu herstöðvar Area 51 þar sem þau eru enn varðveitt.” Í greininni er sagt frá sögnum heimamanna og hermanna og grunsemdir margra um að það hafi verið skipt á málminum úr geimfarinu og ´venjulegu járni, en herinn vísar því á bug og segir að það hafi ekki verið gert. Einnig segir herinn að líkin sem sáust hafi verið gínur. Í greininni er sagt frá því að herinn hafi líka hringt í útfarastjórann Glenn Dennis og spurt hann tvær spurningar: hvernig best er að varðveita lík sem hafa legið lengi úti í náttúrunni og hvort hann ætti nokkrar loftþéttar og innsiglaðar kistur inni á lager. En það stendur hvergi að herinn hafi afpantað þessar loftþéttu kistur, þannig að nú hef ég tvær spurningar: hrapaði UFO nálægt Roswell 1947 og herinn reynir að hylma yfir eða var þetta eins og herinn sagði veðurathugunarbelgur og líkin gínur.