Aðfaranótt 29.Júlí 2003 vorum við: Dagbjört og Ragnheiður að labba úti um kvöld. Það var rosalega kjurrt veður, ekki beint dimmt en samt ekki bjart. Meira svona dimmljósblár himininn. Það voru nokkuð mörg ský á himninum.
Okkur fannst þetta svo æðislegt að við ákváðum að leggjast í grasið um stund, horfa upp í himininn og tala saman.
Ekkert að því, nema allt í einu sáum við eitthvað ljós. Geðveikt lítið en samt skært. Við horfðum á það lengi og veltum því fyrir okkur hvað þetta væri. Flugvél, stjarna eða gervihnöttur?
En við útilokuðum það nærri því strax vegna þess að gervihnettir hreyfast ekki svona hratt, og flugvél er með blikkandi ljós og svona. Svo allt í einu var eins og eitthvað skytist úr þessu. Þetta var geðveikt scary… Skært ljós og það þaut ekkert smá hratt um himininn, (þetta var ekki stjörnuhrap). Dagbjört grenjaði henni brá svo, og Ragnheiður öskraði!!!
Í alvöru þetta var ekkert smá skrítið. Og við viljum taka það fram að við vorum ekki undir áhrifum neinna vímuefna.
En við skulum ekki útiloka þann möguleika að klikkaðar gætum við vel verið. Sá einhver annar þetta líka? Okkur vantar geðveikt að vita það.
Takk fyrir okkur
Ragnheiður og Dagbjört