Greinin “gimsteinar og andlegt” eftir stakka sem birtist hér fyrir nokkru er að mörgu leiti merkileg og langaði mér til að bæta aðeins við hana.
Á undanförum árum hefur áhugi á hverskonar orkukristöllum vaxandi. Fólk notar þá til að ná innri ró, fæla burt sjúkdóma, öðlast betri einbeitingu ofl. ofl. sjálfur hef ég ekki reynslu af þessari nýjung.

Þið hafið sennilega flest heyrt um Bermúdaþríhyrninginn í Atlantshafinu og þau óútskýrðu hluti sem eiga að hafa gerst þar.

Ein af þeim skýringum sem komið hefur verið með tengist einmitt orkukristöllum.

Goðsögnin og landið fyrirheitna, Atlantis sem af sumum er talið hafa verið í Atlantshafinu og tengt saman meginlönd Evrópu og Ameríku (þó það sé í dag frekar talið að sú hámenning sem hafi risið og fallið á eyjunni Krít (og átti einmitt að hafa farist í hroðalegum náttúruhamförum) hafi verið Atlantis).

Þó eru ekki allir á sama máli og ennþá eru margir fylgnir þeirri hugmynd að Atlantis hafi verið í Atlanshafinu og miðstöðvar konungsríkisins hafi einmitt verið á því svæði sem í dag er kennt við Bermúdaþríhyrninginn.

Sagan segir að tæknimenning Atlantis-búa hafi verið komin mjög langt á veg. En ekki á þann hátt sem við skiljum (alla vega í dag) heldur hafi orkan fengist úr kristöllum. Hvernig þeir áttu að hafa komist yfir þá er mér ekki kunnugt en e.t.v. hafa þeir verið gjafir frá guðunum en Atlants-búar voru einmitt afkomendur guða. Kristallarnir voru mismunandi að gerð eftir eðli notkunarinnar.
Í þeim náttúruhamförum sem áttu sér stað ( og íbúar Atlantis áttu að hafa orsakað með því að misbjóða náttúruöflunum. Ekki svo fráleitt ef þið hugsið út í að eftir nokkur ár gæti Ísland verið þakið jökli, ef aukin gróðurhúsaáhrif hafa áhrif á golfstrauminn), grófust kristallarnir undir en eyðilögðust ekki.

Hugmyndin er síðan sú, að öðru hverju fari kristallarnir í gang og þar sem ekkert er til að “stýra” orkunni frá þeim, geti þeir orsakað hina undarlegu atburði sem gerst hafa á þessu þekktasta hafsvæði jarðarinnar. Og dæmi nú hver fyrir sig.