Þegar fólk sér furðulega hluti sem það skilur ekki eins og glóandi diska sem fljúga hratt um himininn, fólkið í innlit/útlit eða dverga í grænum fötum þá er einhvernvegin alltaf reynt að útskýra þá með því að segja að þeir hafi komið utan úr geiminum. Það er einmitt sú leið sem prófessor Chandra Wickramasinghe tók við rannsókn sína á bráðalungnabólgunni HABL(SARS). Hann byggir þessa tilgátu sína meðal annars á sýnum sem söfnuð voru með blöðrum í allt að 41.000 metra hæð.

Í þessum sýnum var mikið af örverum sem gæti þýtt að á hverjum degi félli gríðarlegt magn af bakteríum til jarðar frá geiminum. Þeir telja reyndar ekki að geimurinn sé fullur af bakteríum og vírusum heldur að þær flytjist um sólkerfið með loftsteinum og halastjörnum.

Þetta gæti hugsanlega útskýrt hvernig HABL veiran hafi komið fram og náð að breiðast út svo skyndilega. Einnig telja þeir að þetta gæti útskýrt margt annað eins og t.d. flensufaraldinn 1917-1919.