Hér er ein íslensk UFO-saga. Ég heyrði hana í einhverjum kvöldþætti á Bylgjunni eða í pistlum Illuga Jökulssonar á Rás 1.
En eitt bjart sumarkvöld í Reykjavík sást bjartur ókunnur hlutur sveima yfir Kópavogi, þeim hluta sem er nær Fossvoginum og sást hluturinn greinilega frá Bústaðaveginum. Hluturinn á að hafa sveimað nokkra stund yfir Kópavoginum og síðan “sveimað” í átt að Borgarspítalanum, þar sem hann vakti mikla athygli vaktarinnar í turninum. Síðan á hluturinn að hafa horfið á braut.