Fyrir stuttu þá var ég að spá hvað við þyrftum til að kanna geiminn (þ.e.a.s. það allra nauðsinlegasta, grunnurinn í raun) og ég komst að þeirri einföldu niðurstöðu að það sem lægi mest á væri að komast hraðar en við getum vafið litla aumkunarverða heilanum okkar utan um, en sem komið er alla vegana og svo auðvitað orkuna til að knýja þennan fáránlega hraða sem við þyrftum eða hvað svo sem við myndum gera til að komast á milli staða á sem skemmstum tíma. Auðvitað eru margir með kenningar um hvernig hægt er að komast mjög hratt á milli staða án þess í raun að nýta hraða sem slíkann heldur beygja tíma og rúm svo göng megi byrtast og allar fjarlægðir verða sem örfáir kílómetrar. Svo er það auðvitað það sem trekkarnir eru með þ.e.a.s. warp-speed og allar þær kenningar sem hafa komið fram í þáttunum. En kenningin um hvernig Warp speed myndi hugsanlega virka var nú reyndar útskýrð í einhverju blaðinu af lifandi vísindum, svona fyrir þá sem hafa áhuga á að ath. það. En svo ég hætti nú að blaðra og mig grunar nú að flestir sem eru að lesa þetta þvaður í mér séu komnir með ágætis hugmynd af því sem mig langar að spjalla um. jú.. auðvitað, hvað finnst ykkur að líklegasti orkugjafinn verði og haldið þið að það sé á einhvern máta, hægt að ferðast hraðar en ljósið eða eins og áður sagði að eiga eitthvað við tímann og rúm… :)