Ég var að spjalla við vin minn um álit hvors annars á stöðu okkar í alheiminum og fljótt fórum við að rökræða um hvort við værum ein eður ei. Ég verð að segja fyrir mína hönd og örugglega margar aðrar að það er ekki hægt að segja að við séum eina lífformið í alheiminum, hvernig er hægt að segja það?.. geriði það, tjáið ykkur!

Ég meina, við erum í okkar sólkerfi, ekki einu sinni víst hvort að það sé líflaust fyrir utan okkur! hvað þá þegar við förum út fyrir sólkerfið, við erum í stjörnuþokunni “milky way” eða, Vetrarbrautin. Þar eru ÞÚSUNDIR af sólkerfum. Færum okkur yfir til Andromedu.. næsta spírillaga stjörnuþokan við okkur. Þar eru einnig þúsundir sólkerfa. Förum fjær, þá sjáum við þúsundir STJÖRNUÞOKA… og í þeim eru þúsundir sólkerfa.. förum aðeins fjær og sjáum að við erum í einni stjörnuþoku-þyrpingu af MÖRGUM!… ég bara spyr, hvernig er hægt að halda því fram að við erum ein í alheiminum..?

ekki hægt..