Hringmyrkvinn

Skýjað var á landinu þar sem hringmyrkvinn sást rétt fyrir 4 í nótt og sást hann í 4 minutur, skýjin brutust úr rökkvinu og þar kom hann þessi fagri myrkvi! Sólin sem braust út úr skyjunum heilsaði fólkinu á blíðann hátt. Mikill fjöldi af fólki var í tjöldum og bílum á skaströndinni og sást myrkvinn norðvestan á landinu.

Þetta er fyrsti hringmyrkvi aldarinn og var hellingur af fólki að horfa á hann víða um heim.
Þegar hringmyrkvi myndast fer tunglið fram fyrir sólu en hylur hana ekki alla og þ.e.a.s þá kemur rönd.
Hringmyrkvinn sést fyrst við Bretlandseyjar en skugginn færðist síðan til vesturs yfir Færeyjar, Ísland og Grænland.
Á Indlandi tóku hundruð þúsunda pílagríma sér bað í ám og vötnum meðan á sólmyrkvanum stóð. Stjórnvöld segja að erfitt hafi verið að hafa stjórn á mannfjöldanum en hindúar tengja sólmyrkva hringrás lífs og dauða og telja að þeir geti frelsast með því að taka sér slíkt bað.
Fjöldi áhugamanna um stjörnufræði kom einnig saman í norðurhluta landsins til að fylgjast með sólmyrkvanum sem sást þar í nótt. Aðeins um 20% af sólinni var myrkvuð þar.