Er líf á Evrópu?

Einsog margir stjörnuáhugamenn hef ég lengi verið að spá í það hvort líf sé að finna á öðrum plánetum.
Fyrist stuttu þá varð ég næstum því sannfærður um það að einhverstaðar hljóti að vera líf.
Þegar ég heyrði að efað öllum stjörnum og plánetum ,í okkar vetrarbraut, væri breytt í lítil saltkorn þá væri það nóg til þess að fylla heila sundlaug í löglegri stærð fyrir ólempíuleika, þá husgaði ég efað það eru svona margar plánetur og stjörnur aðeins í OKKAR vetrarbraut þá hlýtur að vera að það sé einhverstaðar líf.
Það er til svo margar aðrar vetrarbrautir að það er ekki til svo stór tala yfir þær allar, svo er þetta ekki nokkuð augljóst?


Evrópa er eitt tungla Júpíter. Hún er dálítið minni en Ió (sem er annað tungl Júpíters).
Umferðartíminn er 3.55 dagar og meðalfjarlægðin 671.000 km. Tunglið er ljósleitt og furðulega slétt, engin fjöll og mjög fáir loftsteinagígar.
Á hinn boginn er þar fjöldi ráka sem mynda óreglulegt mynstur um allan hnöttinn. Rákirnar eru ekki djúpar en 10-40km breyðar og hlykljótta. Á botni þeirra er efni, ýmist dekkra eða ljósara en umhverfið. Vísbendingar eru um að yfirborðið sé frostið vatn (ís á mæltu máli), alltað 100 km þykk íshella, en þar undir hlýtur hnötturinn að vera úr bergi, samkvæmt tölu um eðlismassa (þéttleika). Íshellan hylur allt landslageða misfellur á yfirborði berghnattarins.
Líkt og á Íó verður til núningshiti í Evrópu vegna togs Júpíters og hinna ytri Galileo-tungla, þó mun minni. Hugmynd manna er sú að ,,flóðkraftarnir“ er þarna verða til nái að brjóta upprunarlega ísskjöldinn og bræða nokkurn ís. Vatn kann að leita upp í sprungurnar og frýs þar. Fjallgígar hafa því horfið með tímanum og aðeins þeir yngstu sjást á yfirborði hnattarins. Til eru þeir sem telja fremur þunna íshellu fljóta á vatni (eða krapi) og að sumir hlutar skurnarinnar sökkvi og bráðni. Þá mætti líta á ferlið líkt og ,,landrek” á Jörðinni nema hvað í stað bergplatna og kviku koma ísflekar og vatn (eða krap). Kannski er Evrópa eitt stærsta Ferskvatnsforðabúr utan Jarðar, hver veit?

Vísindamenn eru nú að ransaka hvort hugsanlega meigi finna fljótandi vatn undir þessari íshellu sem þekur allan hnöttin.
Og efað fljótandi vatn er að finna þarna er nokkuð víst að líf sé að finna þar, því menn hafa rannsakað líf á stöðum þar sem ís hylur yfirborðið allt árið og þar hafa þeir fundið líf!!

Líklega er lífið ekki þróað og er talið að þar gæti í mestalagi verið grænt slý eða einhverjar þörungategundir í staðin fyrir háþróaða græna karla.


Mig minnir að árið 2010 eigi að senda ómannað geimfar á Evrópu.
Það á að bora í gegnum ísinn og senda svo annað tæki sem siglir niður á botn á þessu fljótandi vatni ef það er þá eitthvað.

Þannig að við sjáum það að efað líf finnst þarna, þá þurfum við nú ekki að leita langt.

Sumt af þessum texta er tekið úr bókinni
Ferð án enda efir Ara Trausta Guðmundsson.

Kveðja, Unix

p.s afsakið ef það eru margar stafsetningarvillur.
Kveðja, Unix