ég fór aðeins aftur í tímann varðandi greinar og ég las eina grein sem var skrifuð 26 ágúst og mig langar að deila henni með ykkur þannig er nú mál með vexti að þessi gaur kom með þá kenningu að Atlantis væri lendingarpallur fyrir geimverur og þaðan hafi geimverur sent út geimverur út um alla jörðina.
Hann telur að þessi stöð sé á milli ameríku og Evrópu. Þetta tel ég hafa verið fásinna þannig er nú mál með vexti að lærisveinn Sókratesar skrifaði sögu/dæmisögu um borgina Atlantis
Ef við tökum bara mið að því að hann er á Grikklandi og að Atlantis sé mitt á milli Evrópu og Ameríku tel ég hæpið að hann hefði skrifað um þetta því hvernig ætti hann að vita um hvað sé að gerast í miðju ballarhafi! Atlantis ætti með réttu að vera í miðjarðarhafi þar sem að hann sé þá vitni að atburðinum með atlantis annað er fásinna. Önnur rök eru að ef að Atlantis hefði verið í miðju Atlantshafi þá hefði maðurinn átt að vita hvað væri að gerast í Ameríku ég meina samfélög tengjast og ég skildi þessa grein hjá honum þannig að þetta væri miðstöð þar sem að geimverur og menn voru. Segið mér ykkar álit á þessari grein.