Reikistjörnurnar

Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar eru 9. Þær skiptast í tvo hópa „ytri og innri reikistjörnurnar“

Innri reikistjörnurnar eru þær 4 reikistjörnur sem eru næst sólu. Það eru; Merkúríus, Venus, Jörðin og Mars. Innri reikistjörnurnar eru minni en þær ytri vegna þess að þær eru nær sólinni. Þær voru það nálægt að þær hitnuðu það mikið að léttu gastegundirnar sem voru á þeim gufuðu upp svo að þær stækkuðu ekki mikið. Þessar reikistjörnur eru:

Merkúríus:
Merkúríus er sú pláneta sem er næst sólu og er kennd við sendiboða guðanna hjá Rómverjum. Merkúríus er grýtt reikistjarna þar sem gashjúpur er nær enginn. Þyngdarkraftar frá Sól hafa dregið öll gös í burtu. Sólin sýnist þrisvar sinnum stærri að þvermáli séð frá Merkúríusi en frá Jörð. Merkúríus fer hraðar kringum sólina en Jörðin, Merkúríus fer á 48 km hraða á sek. en Jörðin á 30 km hraða á sek. Merkúríus snýst afar hægt um möndul sinn, eða einn hring á hverjum 59 jarðardögum. Hann snýst 3 hringi um möndul sinn um leið og hann fer 2 umferðir um Sólina, árið á Merkúríusi er því aðeins 88 jarðardagar. Braut Merkúríusar er u.þ.b. þrisvar sinnum minni en braut Jarðar.
Á árunum 1975 – 1976 flaug bandaríska geimfarið Mariner 10 framhjá Merkúríusi og gerði þar með vísindamönnum kleift að skoða hann betur en áður. Vísindamenn komust að því að plánetan er alsett gýgum. Mjög löng klettabelti teygja sig eftir mörg hundruð kílómetra yfirborði Merkúríusar og einnig sáu þeir miklar sléttur sem hafa orðið til þegar hraun rann frá eldfjöllunum fyrir milljörðum ára.
Hitinn á Merkúríusi getur verið allt frá – 170°C og upp í 400°C, Merkúríus er þess vegna bæði ein af köldustu og heitustu reikistjörnunum í sólkerfinu.

Þvermál: 4,88 þúsund km
Umferðartími: 88 dagar
Snúningstími: 58,6 daga
Fjöldi tungla: 0
Dæmigerður hiti: 350 kelvínum
Brautar hraði: 47,9 km/sek.
Gashjúpur: Vetni, helín, neon
Helstu einkenni: Gríttyfirborð
Lífsskilyrði Engin

Venus:
Reikis tjarnan Venus er kennd við ástargyðju Rómverja. Um tíma er Venus bjartasta stjarnan á himinhvolfinu fyrir utan sól og tungl en þess á milli sést hún varla. Venus fer aldrei langt frá sólu því braut hennar er styttri en braut jarðar. Hún sést þess vegna annaðhvort á morgnana eða á kvöldin. Venus hefur stundum verið kölluð tvíburi jarðarinna vegna þess að hún hefur um það bil sama massa, þéttleika og þvermál og jörðin. Ekki er hægt að nota stjörnu kíki til að skoða yfirborð venusar því gulleit ský mynduð úr brennisteinssýru þekja alla plánetuna. Hitinn á venusi getur farið allt upp í 480° og þrýstingurinn þar er 91 sinnum meiri en á jörðinni.
Á yfir borði venusar eru gígar. Gljúfur og sléttur ekkert vatn er á venusi en það en þá leifar af strandlínum og sjávarseti á venusi sem benda til þess að vatn hafi verið eitt sinn verið á venus. Mikil gróðurhúsa áhrif ríkja á venusi þannig að myrka hliðin á venusi er næstum jafn heit og sú hlið sem snýr að sólu.

Þvermál: 12.1 þúsund km
Umferðartími: 255 dagar
Snúningstími: 243 dagar
Fjöldi tungla: 0 tungl
Dæmigerður hiti: 750 kelvínum
Brautar hraði: 35 km/sek.
Gashjúpur: Koltvíoxíð, nitur
Helstu einkenni: Þykk skýjaþekja; gróðurhúsaáhrif; miklar sléttur; há fjöll
Lífsskilyrði Engin

Jörðin:
Reikistjarnan sem við búum á heitir jörðin og er þriðja reikistjarnan frá sólu, jörðin, hefur þykkt andrúmsloft og mikinn vatnsforða sem myndað hefur ár, vötn, víðáttumikil höf og ský. Andrúmsloftið virkar eins og teppi og viðheldur 30°C meðalhita, hita við þau mörk sem nauðsynleg eru lifandi verum. Án andrúmslofts yrði jörðin svo köld að höfin frysu og væri þá ekkert líf hér á jörðinni og þá værum við heldur ekki til.
Jörðin er eina reikistjarnan með vatn í fljótandi formi á yfirborði, eftir því sem við vitum best að svo komnu er jörðin eini staðurinn í okkar sólkerfi þar sem er lífríki. Hiti og birta frá sólu ásamt vatni gerir lífverum kleift að lifa (hér á jörðinni). Á milljörðum ára hafa einfaldar lífverur þróast í þær lífverur sem nú byggja jörðina. Á sama tíma hefur lífið breytt skilyrðum á jörðinni Lofthjúpurinn varð til fljótlega eftir að jörðin myndaðist en hann innihélt ekki súrefni eins og hann geri nú. heldur samanstóð hann aðalega af koltvísýringi, vatnsgufu og köfnunarefni. Þessar lofttegundir komu frá eldfjöllum. Jörðin kólnaði með tímanum og vatnsgufan þéttist og varð að úthöfunum fyrir 4 milljörðum ára. Sjór og vatn innihalda uppleystan koltvísýring, efnasamband súrefnis og kolefnis. Lífverurnar nota kolefnið við myndun frumna. Grænar plöntur í sjónum og síðar á landi unnu kolefni úr koltvísýringi en gáfu frá sér súrefni.
Fyrir um tveimur milljörðum ára höfðu sjávarlífverur og plöntur fjarlægt nærri allan koltvísýring úr andrúmsloftinu og myndað mikið magn af súrefni að lífverur (flólnar lífverur eins og við mennirnir) gátu lifað hér á jörðinni. Ef þetta hefði ekki gerst myndi koltvísýringurinn valda gróðurhúsaáhrifum og andrúmloft jarðar væri sjóðheitt eins og andrúmsloft Venusar. Í efstu lögum lofthjúpsins er lag af sérstakri gerð súrefnis sem nefnist óson. Ósónlagið stöðvar útfjólubláa geisla sólar sem mundi annars komast inn í lofthjúp jarðar ef ekki væri fyrir ósóninu, íbúar jarðar og fengju flestir húðkrabbamein og dæju.
Undir jarðskorpunni er heitt deigt berg á stöðugri hreyfingu. Meginlöndin og hafsbotninn tilheyra stórum flekum úr hörðu bergi sem fljóta á deigu möttulefninu. Hægfara hreyfing þeirra, sem kallast landrek (landrek er þegar flekarnir rekast saman). Landrek veldur því að flekarnir rekast saman og mynd mikil fellingarfjöll eins og Alpana og Klettafjöllin. Á öðrum stöðum rekur flekana í sundur og myndast þá víðáttumiklir sigdalir.
Meðal fjarlægð frá sólu: 150 milljón kílómetrar

Þvermál: 12,8 þúsund kílómetrar
Umferðartími: 365.2 dagar
Snúningstími: 24.6 klst
Fjöldi tungla: 1 tungl
Dæmigerður hiti: 293 á kelvínum
Brautar hraði: 29,8 km/sek
Gashjúpur: Nitur, Súrefni
Helstu einkenni: Vatn í vökva ham; líf
Lífsskilyrði Góð (líf)

Mars:
Mars er ysta plánetan af innri reikistjörnunum eða sú fjórða frá sólu. Mars ber nafn stríðsguðs úr grísku goðafræðinni en hefur oft líka verið nefnd “Rauða plánetan” vegna rauðra bergtegunda, sem sjást ef vel er að gáð á yfirborðinu. Hún er um það bil helmingi minni en jörðin eða 21.343 kílómetrar í ummál og þyngd hennar bara um einn tíundi af þyngd jarðar, að öðru leyti er hún mjög lík jörðinni. Dagur á Mars er um það bil 24 klukkutímar en ár 687 dagar. Ekkert fljótandi vatn virðist vera á Mars en hins vegar er frosið vatn í jökli kringum póla reikistjörnurnar. Ljósmyndir hafa samt sýnt að margir flóknir skurðir eða rásir sem líkjast árfarvegum eru á yfirborði stjörnunnar. Vísindamenn giska helst á að gufa hafi komið frá eldfjöllum fyrir milljónum ára. Síðan hafi gufan svo kólnað í gashjúpnum, fallið til jarðar sem rigning og myndað ár og læki.
Á Mars eru ísilögð heimsskaut sem bráðna á sumrin og breiðast út á veturnar og líka eyðimerkur. Hæsta eldfjall Mars er Olympus-fjall og er það einnig hæsta eldfjall sólkerfisins. Tvö tungl sveima í kringum Mars og heita þau Fobos og Deimos. En þá er það stóra spurningin hvort hægt sé að búa á Mars? Sumir vísindamenn halda því fram að hægt sé að búa á Mars á þeim forsendum að á Mars sé koltvíóxír sem hægt sé að vinna loft úr og að á henni sé vatn í föstu formi. Einnig benda sumir þeirra á að fyrir nokkrum árum hafi fundist lítill loftsteinn á Suðurpólnum sem átti að hafa komið frá Mars og við rannsókn fundust steingerðar bakteríur í honum, sem bendir til þess að þar hafi verið líf áður fyrr.

Þvermál: 6,79 þús. km
Umferðartími: 1,88 ár
Snúningstími: 24,6 klst.
Fjöldi tungla: 2
Dæmigerður hiti: 220 kelvínum
Brautar hraði: 24,1 km/sek.
Gashjúpur: kotvíoxíð, nitur, argon; vottur af súrefni og vatnsgufu.
Helstu einkenni: íshettur á pólum, bleikur himinn, ryðrautt yfirborð, eldfjöll í dvala og skurðir á yfirborði
Lífsskilyrði Engin


Ytri reikistjörnurnar eru þær 5 reikistjörnur sem eru fjærst sólu. Þær eru, Júpiter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó. Ytri reikistjörnurnar eru stærri en þær innri, því þær eru það kaldar að léttu lofttegundirnar eins og vetni og helín héldust á plánetunum þannig að þær stækkuðu. Bilið milli innri og ytri reikistjarnanna (Mars og Júpiter) er gífurlegt eða 550 millj. km. Þessi tvö atriði greina yrti reikistjörnurnar frá þeim innri.


Júpiter:
Júpíter er stærsta reikistjarnan í okkar sólkerfi og var það Ítalinn Galileo Galilei, sem fann hana árið 1610 og fjögur fylgitungl hennar, sem eru Europa, Callisto, Lo og Ganymede, - öll til samans eru þau kölluð Galileo tunglin. En Ganymede er stærsta tungl sólkerfisins. Júpíter er nyrsta pláneta ytri reikistjarnanna eða sú fimmta frá sólu. Júpíter er 11 sinnum stærri en jörðin eða um 140.000 km í þvermál og er hún einnig 318 sinnum massameiri en jörðin. Það þýðir að hún er tvöfalt þyngri en allar pláneturnar í sólkerfinu okkar til samans. Einn dagur á Júpíter eru tæpir tíu tímar en eitt ár um 12 jarðarár. Plánetan sjálf er aðallega úr vetni (90%) og helíni (10%). Efst í skýjum Júpíters er kalt en hitinn í kjarna Júpíters er talin vera um 30.000 °C og er það mun heitara en sólin. Utan um Júpíter er hringur eins og á Satúrnusi nema hringir Júpiters eru smærri og gerðir úr smáu grjóti og sjást þess vegna ekki jafn vel. Árið 1664 fann enski vísindamaðurinn Robert Hooke fyrirbæri sem kallað er rauðibletturinn sem er um 40.000 km á lengd og um 14.000 km á breidd, eða þrisvar sinnum stærri en jörðin. Vísindamenn telja þetta vera risastóran skýstrók sem reikað hefur um Júpíter í þrjúhundruð ár. Á síðari árum hafa geimför verið send til að rannsaka Júpíter og má þar nefna Voyager 1 ,2 og Galíleó. Galíleó var send á braut um Júpíter 13. júli árið 1995 og er enn starfandi við að senda upplýsingar um samsetningu lofthjúpsins.

Þvermál: 143 þús. km
Umferðartími: 11,86 ár
Snúningstími: 9,8 klst.
Fjöldi tungla: 16
Dæmigerður hiti: 170 kelvínum
Brautar hraði: 13,1 km/sek.
Gashjúpur: vetni og helíum, svolítið af metani og ammoníaki
Helstu einkenni: rauður blettur, mjór hringur, stórt segulhvolf, bergkjarni með hafi úr fljótandi hafi utanum.
Lífsskilyrði Engin

Satúrnus:
Þegar Galileo Galilei var að skoða Satúrnus árið 1610 sá hann ekki hringina umhverfis hann en honum fannst plánetan furðuleg í laginu. Hringarnir fundust síðan nokkrum árartugum síðar. Hringarnir umhverfis Satúrnus eru aðalega gerðir úr ísa Lengi vel var talið að hringarnir væru aðeins þrír en þegar Voyager náði myndum af Satúrnusi sást að þeir væru fleiri og mun flóknari. Satúrnus er ein af ytri reikistjörnunum og er hún 1429 milljón kílómetra frá sólu. Þvermál hans er 121 þúsund kílómetrar. Umferðatíminn (árið) á Satúrnus 29,42 ár á meðan snúningstíminn (dagurinn) er aðeins 10 klukkutímar. Satúrnus hefur alls 18 tungl og þar af er eitt Títan það eina með venjulegan gashjúp. Yfirborðshitinn er um 90 Kelvin. Brautarhraði satúrnusar er 9,7 km á sekúndu. Gashjúpurinn á Satúrnusi er gerður úr vetni, helín, metan og ammóníak.

Þvermál: 121 þús. km.
Umferðartími: 29,42 ár
Snúningstími: 10,2 klst.
Fjöldi tungla: 18
Dæmigerður hiti: 90 kelvínum
Brautar hraði: 9,7 km/sek.
Gashjúpur: vetni, helín, metan og ammoníak
Helstu einkenni: margir hringar og smáhringar, Títan er eina tunglið með verulegum gashjúpi.
Lífsskilyrði Engin

Úranus:
Úranus dregur nafna sitt af föður Satúrnusar samkvæmt rómverskri goðafræði. Stjörnufræðingur að nafni William Herschel fann Úranus árið 1781. Með uppgvötun Herschels stækkaði sólkefið um næstum helming útaf því að Úranus er næstum tvisvar sinnum lengra frá sólu en Satúrnus. ‘Úranus hefur 17 tungl öll að mismunandi stærðum. Úraníus er blágrænn á lit en ský úr metani, helíni og vetni gefa þennan lit. Efst í skýjunum getur hitinn farið niður í –210°C en gashjúpur Úranusar er eitt þúsund kílómetrar að þykkt. Og undir gashjúpnum er stórt úthaf sem er 8000 km á dýpt og fer hitinn langt yfir 100°C. Kjarni Úranusar er ýmist úr bráðnu eða storknuðu bergi. Úranus hefur 10 hringi utan um sig sem mjög líklega eru úr metanís.
Möndull Úranusar hallast mjög mikið sem gerir það að verkum að hringir Úranusar snúast í sléttu eða næstum hornrétt á braut Úranusar og jarðar.

Þvermál: 51 þús. Km.
Umferðartími: 83,75 ár
Snúningstími: 17,2 klst.
Fjöldi tungla: 15
Dæmigerður hiti: 55 kelvínum
Brautar hraði: 6,8 km/sek.
Gashjúpur: vetni, helín, metan
Helstu einkenni: liggur á hliðinn í snúningi,
Lífsskilyrði Engin

Neptúnus:
Neptúnus er áttunda reikistjarna frá sólu. Lítið var vitað um Neptúnus þar til Voyager 2 flaug framhjá reikistjörnunni árið 1989. Þegar Voyager 2 flaug framhjá komu ægileg veðrabelti í ljós, þar sem vindar æða áfram á 2000 km hraða við miðbaug reikistjörnunnar. Þetta er mesti vindstyrkur sem vitað er um. Talið er að á stjörnunni sé haf úr vatni og fljótandi metani og undir því sé bergkjarni. Myndir sýndu einnig fjóra mjóa daufa hringi úr svörtu ryki sem eru í raun ísmolar. Helstu tunglin heita Tríton og Nereit en Neptúnus hefur alls átta tungl. aðal efnin í Neptúnusi eru vetni, helín og metan. Þar sem Neptúnus uppgvötaðist seint var hann ekki rannsakaður vel fyrr en árið 1989 þegar voyager 2 flaug framhjá. Neptúnus er fjórum sinnum breiðari en Jörðin. Kjarninn er líklega berg þakið íslagi. Reikistjarnan sýnist blágræn á lit og er meðalhitastig á daghlið reikistjörnunnar er -216°C. Reikistjarnan er kölluð eftir sjávarguði Rómverja.
Þvermál: 50 þús. km
Umferðartími: 163,7 ár
Snúningstími: 16,1 klst
Fjöldi tungla: 8
Dæmigerður hiti: 55 kelvínum
Brautar hraði: 5,5 km/sek
Gashjúpur: vetni, helín og metan
Helstu einkenni: óvenjulegur snúningur á tunglum, 4 hringar; stór dökkur blettur; bergkjarni umlukinn vatni og frosnu metani
Lífsskilyrði Engin


Plútó:
Plánetan Plútó var fundin síðust allra reikistjarna eða árið 1930 einnig er Plútó
Minnsta reikistjarnan. Plútó er 5916 milljón kílómetra frá sólu. Þvermál Plútó 2,3 þúsund kílómetrar. Umferðatími Plútó er 248 ár á meðan snúningstíminn er 6,4 dagar. Plútó hefur aðeins eitt tungl. Yfirborðshitinn á Plútó er um 50 K. Gashjúpurinn á Plútó er gerður úr Metani.

Þvermál: 2,3 þús. km
Umferðartími: 248 ár
Snúningstími: 6,4 dagar
Fjöldi tungla: 1
Dæmigerður hiti: 50 kelvínum
Brautar hraði: 4,7 km/sek
Gashjúpur: metan
Helstu einkenni: minnsta reikistjarnan
Lífsskilyrði Engin

Heimildarskrá:
1. Sól, tungl og stjörnur
2. www.leit.is undir nafninu Júpíter ,stjörnufræði og sólkerfið.
3. http://www.rimaskoli.is/Ivar/solkerfid.h tml,
http://www.rimaskoli.is/Bjarni/Solkerfi.html
4. www.Leit.is , undir nafninu Mars, stjörnufræði og sólkerfið.
5. www.google.com undir nafninu Mars, stjörnufræði og sólkerfið.
6. www.yahoo.is undir nafninu Mars ,stjörnufræði og sólkerfið.