Smástirni, halastjörnur, Loftsteina, Venus og Mars Brot úr ritgerð sem ég er ennþá að skrifa um sólkerfið!

Smástirnin

Fjöldi smárra reikistirna og eru á milli Mars og Júpíter og nefnast þau smástirni. Stærð þeirra er allt frá stærð kletta, kletta og grjótmola niður í lítil smákorn. Einstaka smástirni þvælast út fyrir brautir hinna um sólu. Lögmál Bodes fékk menn til að velta því fyrir sér hvort smástirnin væru leifar af reikistjörnu sem eitt sinn hefði splundrast. Heildarmassin var þó og lítill til að svo gæti verið.


Halastjörnur
Fyrir langa löngu héldu menn að halastjörnur boðuðu ill tíðindi. En aðeins voru tilviljanir að halastjörnur birtust rétt fyrir leiðinlega eða skelfilega atburði. En fyrst komust menn að því fyrir rúmum tveimur öldum að gangur þeirra er reglubundin.
Halastjörnur breytast í mjög aflöngum brautum um sólu. ,,Þegar einn svona ,,skítugur snjóbolti” er dreginn út úr svartnættinu inn í sólkerfið til sólarinnar, gufar ísinn upp og lofttegundirnar mynda gashjúp. Straumur agna frá sólu – sólvindurinn-feykir þunnum hala úr gasi og ryki aftur af hnoðranum. Rykið endurvarpar ljósi, gasið glóir og halastjarnan verður sýnileg á himninum” (Neil Ardley, Ian Ridpath og Peter Harben 1979 bls. 46) Ekki er mjög mikill hraði á halastjörnum heldur líður halastjarnan hálf hring um sólu á nokkrum vikum og hverfur út í buskann á ný þar sem hún þéttist aftur. Sólvindurinn feykir ávallt nokkru efni út í geiminn og halastjörnurnar verða þeim mun daufari sem ferðum um sólu fjölgar.


Loftsteinar

Loftsteinar eru bergmolar eða málmsteinar stærðin á þeim getur verið allt frá korni og upp í klett. Þeir þjóta um geiminn og brenna flestir upp í gufuhvolfi jarðar ef þeir beygja á annað borð að yfirborðinu. Glóandi loftsteinar sjást vel í gufuhvolfinu og kallast gjarnan ,,stjörnuhröp” . Minni loftsteinarnir ná aldrei að yfirborðinu, en stórir molar skella á sjó og landi. Ef horft er upp í himininn í rúma klukkustund sjá menn alveg áreiðanlega ,,stjörnuhrap”. Lýsandi depill skýst yfir festinguna, gjarnan með svolitlum ljóshala. Stærri loftsteinarnir eru mun sjaldgæfari og geta valdið tjóni.
Stórir gígar verða til þar sem stærstu loftsteinarnir lenda. Stór gígur meira en 400 km í þvermál er talin vera í Hudsonflóanum í Kanada. Djöflagígur í Arizona í Bandaríkjunum er hins vegar stærsti loftsteinagígur sem þekkist á jörðinni.



Merkúríus

Merkúríus er næst minnsta reikistjarnan í sólkerfinu og er hann 0,055 sinnum massi jarðar og rúmmál hans 0,056 sinnum rúmmál jarðar. Merkúríus eða Merkúr eins og hann er einnig oft kallaður er næst sólu sem þýðir það að brautarhraði hans er meiri en annarra reikistjarna. Erfitt er að skoða Merkúríus í sjónauka vegna þess hve lítill hann er og nálægðarinnar við sólu. Merkúríus er næst okkur þegar hann er á milli jarðar og sólar. Merkúríus snýst frekar hægt kringum möndul sinn en hann snýst einn hring á 58,65 jarðardaga og er möndulhallinn 0°. Hann fer aðeins þrjá hringi um möndul sinn á tíma sem það tekur hann að fara tvo hringi um sólu. Tíminn frá sólarupprás til sólseturs er 176 dagar eða um 2 Merkúríus ár. Ekkert gufuhvolf skýlir yfirborði reikistjörnunnar. Sólinn er alveg upp í 300-400°c á daghliðinni, en skuggahliðin er frost eða –170°c-180°c. Merkúríus er áþekktur tunglinu að sjá, mikið er hægt að sjá ör eftir loftsteina og forn gos. Gígótt yfirborð hans stafar af eldvirkni og árekstrum loftsteina. Gígarnir á Merkúríus eru mjög þéttir og er hvergi meiri þéttleiki gíga í sólkerfinu en á yfirborði Merkúr. Eftir að gígarnir mynduðust kólnaði Merkúríus og dróst örlítið saman. Þá krumpaðist yfirborð hans enn meira. Líf þar er ekkert og búist er við því að menn geti aldrei heimsótt reikistjörnuna að sökum kulda einu megin og hita hinu megin. Það gæti hins vegar verið gott að stunda sólarrannsóknir þaðan það gæti verið gert með sjálfvirkum senditækjum. Mikill hiti við yfirborð Merkúríus og lítið aðdráttarafl hans veldur því að andrúmsloft er ekkert. Ef Merkúríus hefur
nokkurn tímann haft andrúmsloft hefur það sogast burt vegna nálægðar við sólu.
Þvermál við miðbaug Merkúríusar er 4.878 km. Kalorisskálin er stærsti árekstargígur á Merkúríus, skálinn er 1300 km í þvermál en gígbarmar hennar eru 1,6 km háir. Til Merkúríusar hefur farið geimflaugin Maríener 10 og er það eina geimfarið sem farið hefur þangað. Maríner 10 sendi 2700 ljósmyndir til jarðar af einum þriðja af yfirborði Merkúríusar.


Venus

Venus er næst jörðu eða í um 45 milljóna km fjarlægð. Það er þó erfitt að skoða Venus en það er ekki af sömu ástæðum og erfitt er að skoða Merkúr. Það er erfitt að skoða hana því hún er þakin hvítu skýjaþykkni. Þvermál við miðbaug Venusar er 12.104 km. Nokkrar bandarískar og sovéskar geimflaugar mældu hitastigið á Venus og reyndist það vera –33°c við lofthjúp en 480°c við yfirborð svo þar er heitari en víðast hvar annars staðar í sólkerfinu fyrir utan hita sólar. Hitinn er svona gífurlegur vegna þess að koltvísýringur í lofthjúpi Venusar drekkur í sig geisla sólarinnar eins og gler í gróðurhúsi. Það tekur Venus 243,16 jarðardaga að snúast um möndul og er möndulhalli hennar 178°.
Massinn er 0,815 sinnum massi jarðar og rúmmál er 0,85 sinnum rúmmál jarðar.
Andrúmsloft Venusar er 100 sinnum þéttara en andrúmsloft jarðar.
Loftþrýstingurinn (þungi andrúmsloftsins) við yfirborð er 90 sinnum meiri en loftþrýstingur á yfirborði jarðar. Koltvísýringur er á Venus og lokar það hitan inni sem kemur frá sólu og þannig nær hitinn upp í 480°c.
Það er ekkert veður á Venus og blása nær engir vindar og fjöll, eldfjöll og gígar hafa tekið litlum breytingum frá því þeir mynduðust. Þó eru oft gos í elfjöllum sem gjósa þunnfljótandi hrauni. Það eru mörg eldfjöll á Venusi og mörg þeirra mjög stór en flest eru um 3 km í þvermál og 90 metra há. En stórir gígar eru ekki eins stórir eins og gígar á Merkúr og Tunglinu. Það sem einkennir einna helst Venus eru þau margtöluðu Gróðurhúsaáhrif sem rædd hafa verið á jörðinni. Sólarljósið nær í gengum þykka skýjahulu. Sólarljósið hitar upp yfirborðið og andrúmsloftið. Lítill hiti fer hins vegar aftur til baka gegnum skýjahulina vegna þess að skýjahulin drekkur útgeislun í sig. Þess vegna er svona heitt á Venus og líkist því sem gerist í gróðurhúsi. Nokkrar vikur sjöunda hvers mánuð er Venus skærasta stjarna á vesturhimni.
23 gimför hafa komið til Venusar en Sovæetmenn hafa skotið 8 könnuðum upp sem lentu á yfirborði Venusar. Könnuðnir efnagreindu yfirborðsýn og tóku myndir. En að lokum eyðilagðist búnaðurinn eflaust vegna mikils hita og þrýstings.
Geimfarið Venuskönnuðurinn komst til Venusar 4.desember 1978 og hélst á braut ofar skýjum. Notaði Venuskönnuðurinn radar til að kortleggja yfirborð reikistjörnunnar og safnaði margvíslegum upplýsingum um efnasamsetningu andrúmsloftsins. Hann hélst á braut í 14 ár og á þeim tíma sendi hann niður fjóra könnuði á yfirborð Venusar til þess að safna upplýsingum um hitafar.


Og svo reyni ég að senda inn meira þegar það er komið á blað en ég er ekki komin lengra með ritgerðina.
Heimildir eru upp úr bókinni Stjörnufræði fyrir byrjendur, Jacquline Mitton og Simon Mitton