Það var í mars 1998 að mig minnir, klukkan um hálfníu. Þá var ég enn í grunnskóla og var á leið í skólann í skólabílnum. Þetta var skammt frá heimili mínu fyrir austan Kirkjubæjarklaustur að ég sá egglaga loftfar fljúga svolítið hátt uppi. Ég trúði varla eigin augum og var svolítið að pæla fyrst hvort þetta væri ýmindun í mér. Ég pikkaði í vin minn sem sat við hliðina á mér í skólabílnum og benti honum á apparatið sem ég sá þarna svífandi í loftinu og það vakti ekki minni furðu hjá honum heldur en mér. Við höfðum svo ekkert orð á þessu meir því við trúðum varla sjálfir að við hefðum séð þetta. Eins og áður sagði, egglaga loftfar sem flaug nú samt öllu neðar en þoturnar sem oft svífa þarna yfir, það skein aðeins frá því að mig minnir, en þó bara örlítið endurkast frá sólinni. Það flaug svo nákvæmlega þannig að það var rétt fyrir ofan skýjabólstrana sem að það kom að í suðri. Það vakti furðu mína að það flaug ekki hraðar en þota, hægar ef eitthvað er, og ótrúlegt líka að það geti flogið eins og það var eins og egg í laginu. Endilega svarið þessari grein ef þið hafið áhuga. :)