Daginn Hugarar. Ég hef tekið eftir ýmsum greinum og umræðum um geimskip og þess háttar nýlega og mig langar að leggja orð í belg.

Geimskip: Eins og flestir vita er ekkert andrúmsloft í geimnum og fjöldi atóma per rúmsentimetra einhver afar lítil tala. Þar af leiðandi er lítill em enginn núningur. Samkvæmt því þá skiptir ekki máli hvernig geimskipin líta út ef að þau er smíðuð eingöngu með geimferðalög í huga. Þau þurfa ekki að hafa vængi, lendingarbúnað og þau þurfa ekki að vera straumlínulöguð. Einnig er engin þörf á því að skynja “upp” eða “niður” nema þá til þæginda (og þá er hönnun vistarveranna hætt að skipta ekki máli því að einhvernveginn þarf að búa til þyngdarafl, og þá er það gert annaðhvort með miðflóttarkrafti eða einhverjum öðrum aðferðum). Þannig að hagkvæmnin myndi myndi ráða öllu við smíði geimfars. En þetta gerir samt ráð fyrir því að ekki séu einhverjar takmarkanir/reglur á ferðalögum hraðar en ljósið (ef að það er hægt).
Aðrar reglur gilda þegar að verið er að hanna geimskip sem að eiga að geta farið inní gufuhvolf pláneta þá er reyndin allt önnur og hafa þarf í huga að flaugin geti athafnað sig á hagkvæman hátt í gufuhvolfinu.
Til að sjá dæmi um “geimskip” er fínt að fara á www.nasa.gov og skoða myndir af förunum sem að send hafa verið til Mars, Venusar og Júpiters (svo eitthvað sé nefnt). Þar má sjá að loftnetsdiskar og sólarrafhlöður standa hér og þar útúr þyrpingunni, og maður getur bara ímyndað sér hvað yrði um þetta drasl ef að förin færu á þeim hraða sem að þau eru á inni í gufuhvolf einhversstaðar.

Geimverur: Það er í rauninni tilgangslaust að velta fyrir sér hvernig geimverur líta út eða haga sér því að við sem Homo Sapiens Sapiens höfum ekki getað kynnt okkur líf nema á þeirri plánetu þar sem að við búum því að við erum dæmd til að hugsa innan þess reynsluramma. Hins vegar ef að hugsað er innan þessa ramma og köld tölfræði notuð að þá væri líklega mestar líkur á því að skordýr af einhverju tagi myndu þróast í átt að einhverjum vitsmunum því að þau eru einfaldlega flest. En hvort að til yrði einhverskonar samvitund þar sem að einstaklingar myndu ekki hugsa sjálfstætt eins og við skiljum það (sem dæmi mauar eða termítar), eða að til yrðu einstaklingar.
Því má draga þá hæpnu ályktun að ef líf væri á öðrum hnöttum og það fylgdi okkar lífeðlisfræði í megin atriðum (þ.e.a.s. andaði að sér súrefni, megin byggingarefni lífveranna væri kolvetni og vetni og að vatn væri því lífsnauðsynlegt) þá er líklegast að hitta á geimveru-skordýr.

Vona að þetta velti upp einhverjum hugmyndum.
Coby