Jafna Drake var fundinn upp 1961 af Frank Drake. Þessa jöfnu er hægt að nota til að reikna út hversu mörg vitiborin þjóðfélög sem hafa ráð á að stunda fjarskipti ( með loftnetum ) ættu að vera til í okkar vetrarbraut. Hún er svona

N = N* * fp * ne * fl * fi * fc * fL

N* er fjöldi sóla í vetrarbrautinni. Samkvæmt nýustu tölum eru þær u.þ.b. 200 miljarðar. ( 200.000.000.000 )
fp er hlutfall sóla sem hafa plánetur umhverfis sig.
ne er meðalfjöld lífvænlegra pláneta kringum sól með plánetum.
fl er hlutfall ne sem ná að mynda líf.
fi er hlutfall fl sem nær að mynda vitsmunalíf.
fc er hlutfall fi sem nær að stunda fjarskipti.
fL er hlutfall líftíma plánetunar og líftíma þjóðfélagsins sem stundar fjarskipti.

Ok. Setjum nú inn í þessa jöfnu. Það eru u.þ.b. 200miljarðar sóla í vetrabrautinni svo N* = 200.000.000.000
Það er stutt síðan menn fundu plánetu utan okkar sólkerfis en í dag eru menn alltaf að finna fleiri og fleiri og er það varleg ágiskun manna að u.þ.b. 20% sóla hafi plánetur svo fp = 0.2.
Í okkar sólarkerfi eru 3 plánetur sem gætu hugsanlega verið lífvænar á æfiskeiði sólarinnar ( Venus, Jörðinn og Mars ) einnig gæti eitt af tunglum Jupiters verið lífvænlegt. Svo ne fyrir okkar sólkerfi er 3-4. Verum varkár og látum ne = 1 þ.e.a.s. ein pláneta í hverju sólkerfi með plánetum er lífvænleg.
Það er mjög erfitt að reikna fl því menn vita ekki með vissu hversu auðveldlega líf getur myndast. Miðað við allt það sem ég hef lesið er menn þó sammála um að það séu miklar líkur á að svo gerist á lífvænum plánetum. Við skulum því setja fl = 0.2 ( 20% )
Það sama gildir um fi. Menn vita ekki hverjar líkurnar á því að vitiborið líf myndist eru. Menn giska á allt frá 100% niður í um 0%. Við skulum velja 10% fi = 0.1
Og hvað mikill hluti nær að mynda loftnets samskipit? Vísindamenn giska á svona 10-20%. fc = 0.15
Að lokum. Hvað er meðal líftími vitiborins lífs sem nýtir sér fjarskipti í hlutfalli við líftíma sólarinnar? Ef við hér á jörðinni yrðum þurkuð út á morgun er svarið 1/100.000.000 ( 100ár ) ef við lifum í 10.000 ár með fjarskiptum er svarið 1/1.000.000. Við skulum segja að meðal líftími sé 1000 ár því það má giska á að þau þjóðfélög sem ná að yfirstíga gjöreyðingarvandan nái að lifa mun lengur. fL = 1/10.000.000 ( 1000ár )
Og hvað eru þá mörg vitiborin þjóðfélög í sólkerfinu sem nýta sér fjarskipti akkúrat núna?

N = 200.000.000.000 * 0.2 * 1 * 0.2 * 0.1 * 0.15 * 1/100.000.000
N = 12

Ef menn eru ekki sáttir við þær tölur sem ég set inn er bara að velja nýjar og setja inn aftur til að fá sitt eigið svar.

http://www.activemind.com/Mysterious/Topics/SETI/drake_equation.html