Mig langaði bara að spurja afhverju það er ekki möguleiki að svara bara já í könnuninni sem er núna. Af hverju ættum við að vera að ákveða að leifa skriðdýr en ekki t.d. slöngur sem eru örugglega ein bestu og barnavænustu skriðdýrin sem þú getur fengið. Það er mjög útbreyddur misskilningur að slöngur og eðlur séu einhver slímug og ógeðsleg skrímsli sem enginn mundi vilja hafa nálægt sér en það er bara ekki rétt. Ég vil reyndar ekki sjá köngulær á íslandi en þær eiga náttúrulega ekkert heima í þessum skriðdýra flokki því að þær mundu miklu frekar flokkast undir skordýr.

Ég bara varð að koma þessu á framfæri því að það er ansi algengt að kannanirnar hér á dýrum séu svolítið asnalega orðaðar. en haldið áfram að senda inn kannanir samt því oft er mjög gaman að lesa þær.

Kveðja Liljon