Þannig er að mig langar svo að fá mér gullfisk og hafa í RISAstóru koníaksglasi sem ég á sem er eins og þau sem seld eru í gæludýraverslunum. En mér og betri helmingnum virðist greina á um hvort það sé ómanneskjulegt að geyma fisk í þess háttar búrum. Hafið þið skoðun á þessu? Vitið þið hvort það sé eitthvað verra fyrir fiskinn að vera í búri með þessu lagi? Ég kæri mig nottlega ekki um að fara að kaupa eitthvað grey til að pína það. En maður hefur séð þetta svo margoft að hafa fiska í kúlum og þess háttar og þær eru seldar í öllum dýrabúðum. Er aðalatriðið ekki að hver fiskur sé að fá um 2 lítra af vatni fyrir sig? Feedback óskast!!! ;) Ef þið svarið mér sem ég vona að þið gerið þá vinsamlegast útskýrið af hverju þið eruð með eða á móti. Svo maður hafi þetta allt á hreinu.