jæja ég og kærastinn fengum okkur dverghamstur um daginn, og ég sver, ég held ég hafi aldrei áður á ævinni séð jafn ofvirkt kvikindi.
Hann er endalaust í hlaupahjólinu og ef hann er ekki þar þá er hann hlaupandi um allt búrið, upp veggina á búrinu, og það er ekki nóg fyrir hann, hann er klifrandi á hvolfi undir einni hæðinni. (nokkra hæða búr)
Þegar við vorum nýbúin að fá hann þá tókst okkur að kenna honum að fara upp stigana, en hann vildi ekki fara niður þá.
Hann hoppaði bara einfaldlega ofan á hlaupahjólið og þyngdaraflið sá um restina. ég verð að játa að það var pínu fyndið að sjá hann snúast niður aftur og aftur án þess að læra neitt af því.
ég tel að nafnið Súper hamster passi mjög vel við hann…
En hann á það til að narta í mig, hann er mjög vanur því að láta halda á sér svo ég skil ekki alveg afhverju gerir það, hann nartar td næstum aldrei í kærastann. væri vel þegið ef einhver gæti sagt mér afhverju (ég veit voða lítið um dverghamstra)
Í morgun þá var hann eitthvað voða mikið að tala svo ég tók hann úr búrinu og var meðan í höndunum, hann var eitthvað voða rólegur miðað við ofvirknina í honum venjulega og hann hélt bara áfram að tala og tala. nú hef ég ekki hugmynd um afhverju hann var að þessu :P

væri vel þegið ef einhver vissi hversvegna hann gerir þetta og allar ábendingar um dverghamstra væru vel þegnar þar sem ég veit ekkert alltof mikið um þá
llamallamallamallamallamallamallamallama