Ég er með ofnæmi fyrir dýrum og það hryggir mig mjög mikið.

Það er alveg sama hvaða dýr það er, ég fæ ofnæmi fyrir öllum húsdýrum, hundum, köttum, hestum, kindum, kúm. Líka fuglum, hömstrum og öllu þessu.
Fyrir utan það er ég með gras- og frjóofnæmi.

Þetta lýsir sér í öndunarerfiðleikum og asma, sem kemur fram eftir um 15-20 mínútur á stað þar sem viðkomandi dýr á heima, miklu fyrr ef ég fer inn í fjós eða álíka. Kláða, kláðablettum, pirringi í augum og nefi.

En mig langar svo að eiga dýr! Sérstaklega hund…

Er einhver hér sem veit til þess að það sé hægt að lækna svona ofnæmi?

Ég hef heyrt að ákveðnar tegundir af hundum valdi minna ofnæmi en aðrir en það gagnast mér lítið þar sem ég vil eiga hund og geta knúsað hann.

Ég hef líka heyrt um að það sé hægt að fara í ofnæmisprautur… er eitthvað til í því?

Ef þið hafið einhver ráð, endilega látið mig vita =)