Ég á tvo karlkyns naggrísi, annar er orðinn hálfsárs en hinn er svona 7 mánaða. Ég er búinn að hafa búrin þeirra hlið við hlið í langann tíma (3-4mán) í þeirri von um að þeir venjist hvor öðrum. Svo þegar ég tek þá báða fram á sófa eða eitthvað byrja þeir að gnísta tönnum og búa til hljóð með því að höggva saman framtönnunum. Þeir eru alltaf komnir í bardagastellingar áður en maður veit af. Þeir hafa einusinni barist svo heiftarlega að sá yndri hreyfði sig ekki í svona 2 sec en svo var allt í lagi með hann, bara pínu sár á bakinu.
Hvað á ég að gera ? Geta þeir aldrei verið saman í búri og verða þeir bara alltaf að vera í sitthvoru búrinu ? Veit einhver um einhverja leið til að þjálfa þá í að umgangast hvor annan án þess að drepa hvorn annan ? Að gelda þá er lausn en það er riskí aðgerð og þeir geta dáið auðveldlega við það og ég vil hvorugan missa ….