Þarf að losna við kanínuunga, ekki mikið meira en 2 mánaða. Hún er svört á litinn, með hvítan “kraga” og loppur. Hún er mjög gæf og alveg yndislega forvitin, en því miður þá þurfum við að losa okkur við hana vegna þess að stranglega bannað er að hafa dýrahald í íbúðinni sem við erum að leigja.
Hún heitir Mía en nafninu má auðvitað breyta þótt það passi skuggalega mikið við hana.
Eins og er hefur hún ekkert búr, er bara í kassa inni á baðherbergi sem hentar engan veginn. Viljum fá einhvern sem getur hugsað um hana betur en við gerum, enda mjög sjaldan heima, bæði í vinnu og skóla.
Endilega hafið samband. Er á höfuðborgarsvæðinu.
Kv girl88.