Ég myndi ekki segja að þetta sé rétt svar hjá þér varðandi kelni.
Ég á 4 kanínur (þekki mun fleiri) og þær elskaa að fá athygli frá mér og hvað þá að halda á sér.
Allar þær spretta að mér ef ég fer niður á hnén og knúsa mig :)
Mér finnst kanínur eins og hundar ! Eru alveg rosalega háðar manni :)
Mér finnst ekki kosta mikið að eiga kanínur. Maður getur reddað sér kanínubúr í IKEA á 2.300 kr., reddað sér ódýru heyi frá hestamönnum og keypt mat í ódýrri gæludýraverslun :) Maður getur síðan bara notað Fréttablaðið í botninn á búrinu.
Ég er reyndar sammála þér með að dýralækniskostnaður geti orðið rosalega hár :/