Hæhæj,
fyrir tveimur vikum síðan fékk ég 5 vikna kanínustelpu. Það hefur allt gengið mjög vel þar til í dag þegar hún byrjaði að fá einhvers konar flog !
Eftir flogið varð hún mjög máttlaus. Ef ég setti hana niður stóð hún ekki í fæturna heldur datt bara á aðra hliðina.
Svo virtist hún alveg í lagi í rúman hálftíma og þá gerðist þetta aftur.
Það er búið að loka hjá dýralækninum.
Hvað getur þetta verið ? Hvað á ég að gera ?
kv. Ásta Katrín