Hæ, hæj :)

Í kringum korter í miðnætti 19. apríl sá ég að Bláber væri komin með hríðir. Mér brá heldur betur þar sem hún átti ekki að gjóta fyrr en 21. !
Ég fylgdist aðeins með Bláberi og tæplega 12 skaust ungi útúr henni ! Hún skipti sér ekkert að honum og fór bara að hjóla og eitthvað. Loks þegar hún tók eftir unganum át hún hann hálfan í fáeinum bitum ! Það var ógeðslegt.
Ég ákvað bara að fara sofa.
Þegar ég vaknaði morguninn 20. apríl kíkti ég til hennar og sá 2, afskiptalausa og ískalda unga. Bláber var sofandi í húsinu sínu, en ungarnir 2 iðuðu nálægt einu horninu í búrinu. Ég flýtti mér að færa þá yfir til Parisar. Paris tók mjög vel á móti þeim og byrjaði strax að gefa þeim mjólk :) Ég hélt að þetta myndi ekki ganga svona vel. Ég hélt að eldri ungarnir myndu bara ýta hinum undir.. en þeir yngri fá að fljóta efst :)

Núna eru ungarnir komnir með aggaponsulítil hár. Þeir eru rauðeygðir og fá það líklegast frá fjölskyldu Vasks því allir sem voru með honum í búri voru albinóar.
Ég vona að þetta sé strákur og stelpa :) Annars er mér alveg sama. En ef þetta er sitthvort kynið eru þau Loðholts Magney Vaskdóttir og Loðholts Magni Vasksson fædd…. því það er ekki magnið sem skiptir máli heldur ánægjan :) !

Hér er ein gömul mynd af ungunum :) Þessi var tekin af þeim á 2. degi.Foreldrar.

Ungarnir eru undan Loðholts Bláber og Vask :) Bláber er undan Aby og Stíg. Stígur er undan Hnoðra og Mjallhvíti og Hnoðri er undan Snúllu og ?

Bláber;


Vaskur;Fósturmamma, Paris;Bæjó (: