Hæ, hæj :)

Ég er með loðhamstraunga til sölu úr tveimur gotum. Fyrra gotið er fætt 4. apríl og seinna gotið 14. Í báðum gotunum komu 11 ungar og þess vegna er ég með alls 22 unga. 9 ungar úr fyrra gotinu eru fráteknir, en 2 til sölu. Það eru 11 ungar til sölu úr seinna gotinu.

Þessir 2 ungar sem eru til sölu úr fyrra gotinu eru strákar. Annar þeirra er golden umbrous og hinn er sable. Þeir eru óttarleg krútt :) Á engar nýjar myndir af þeim, en redda því fljótlega. Þessir bræður eru undan Loðholts Zorro (sem er undan Söru og Stíg) og Drauma Kitty (sem er undan Trítlu og Lopa)

Pabbin; - black. (hann er í eigu Erlu)
http://www.dyraheimur.is/images/uploaded/users/1438/603/ode7.tmp-1.jpg
Mamman; - golden satin.
http://i28.tinypic.com/wbc2tl.jpg

Hinir 11 ungarnir eru ókyngreindir.. enda bara glænýjir :) Þeir eru svona fallega ljótir. Ég á heldur engar myndir af þeim, en eins og með hinar myndirnar reyni ég að redda þeim fljótlega :) Þessir ungar eru undan Loðholts Paris (sem er undan Söru og Stíg) og Drauma Kamb (sem er undan Trítlu og Lopa)

Pabbinn; - golden satin. (hann er í eigu Söndru, Gullmola)
http://pic90.picturetrail.com/VOL2141/10898558/19391050/312638932.jpg
Mamman; - light grey. (mjög gömul mynd af henni, en hún sýnir litinn hennar :))
http://www.dyraheimur.is/images/uploaded/users/1438/603/Hamstraungar%20%21%20166.jpg

Hamstraungarnir mínir fara að heiman ca. 3 vikna gamlir. Hver ungi kostar 500kr. Í gæludýrabúðum kosta loðhamstrar 900-1400kr.
Ég vil ekki selja saman systkini af sitthvoru kyni, en tvær stelpur eða tveir stelpur er í fínasta lagi :)

Þeir sem ekki geta haft samband við mig í gegnum þetta spjall geta sent mér póst á e-mailið asta_katrin@hotmail.com :)