Sáu einhverjir í fréttunum fyrir nokkrum mínútum þegar það var farið á bæinn þar sem sauðburðurinn var byrjaður? Sáuð þið hvernig fréttakonan hélt á lambinu? Svona á ekki að halda á þeim! Ég dauðvorkenndi greyinu, ekki nóg með að það sneri vitlaust heldur virtist hún líka vera að kremja það.

En þetta er í fyrsta sinn sem það kemur “fyrsta lamb ársins” í fréttir án þess að ég viti um einhver 10 sem fæddust löngu fyrr.