Komið sæl!

Ég er að velta fyrir mér nokkrum hlutum varðandi það dýr sem að á ensku kallast “Ferret”.
Skv orðabók kallast þetta dýr “Fretta” á íslensku, en nú virðast margir einfaldlega kalla þetta mink, mörð eða “væskil”. Því þætti mér gaman að vita hvað þetta dýr heitir í raun og veru.

Eftir að hafa lesið aðeins um dýrið (á ensku) komst ég að því að þetta eru hin ljúfustu dýr, oftast nær kelin og svipar mikið til hegðunar katta, þó aðeins “orkumeiri” stuttan hluta dags. Þeim fylgja víst fáar hættur sem gæludýr og hvað smit varðar eru þau varla meiri smitberar en hundar eða kettir eða fuglar. Svo kemst ég að því að einhverra hluta vegna er bannað að eiga svona dýr á Íslandi.

Nú finnst mér það skrítið því ég finn enga ástæðu til að banna þessi dýr. Þau eru ekki árárgjörn (ekki árásargjarnari en gæludýr sem að er ráðist á) og samkvæmt því sem ég hef lesið þrífast þau illa eða ekki í villtu umhverfi og því lítill möguleiki á að dýr sem að “sleppi” verði að plágu… hvað þá ef að þau eru geld. Skondnast er nú að kanínur eru leyfðar, sem fjölga sér eins og sýklar!

Getur einhver bent á ástæðu þess að banna þessi dýr? Þá ef til vill lögin sem banna það? Ég bara botna ekkert í því!
EvE Online: Karon Wodens