Hæj,

ég er nýbúin að fá 5 loðhamstra og mig langar að byrja ræktun :) nú erum við mamma að reyna komast að kynum.

Við fórum að bera saman og gerðum tilraunir að setja saman hamstra.

Mandla og Lopi eru alveg eins. - fengum Möndlu sem kvk og Lopa sem kvk.
Aby og Sara eru alveg eins og pottþétt kvk. - fengum Aby sem kvk og Söru sem kk.
Stígur er áberandi kk Með stórar kúlur og tilla á maganum. - fengum Stíg sem kk.

Mandla og Lopi eru svona mitt á milli. Við erum farnar að halda að Mandla sé strákur.

Fyrst voru Mandla og Lopi sett í búr og Lopi sýndi henni áhuga. Síðan fór Mandla að ráðast á hann og bíta hann rosalega þannig að hann grét og grét.

Aby sem er þriggja mánaða varð tilraunadýrið og við settum Lopa hjá henni. Hún stakk rassinum upp í loft og hann þefaði og þefaði. Lopi er ekki með sjáanlegan pung og hans er ekki svona rosalega langt upp á maga. Við fengum Lopa sem kvk, eða kallinn í búðinni taldi hann vera það.

Mandla og Aby voru síðan sett í búr. Aby gerði það sama og Mandla sýndi áhuga. Hún er heldur ekki með sjáanlegan pung og bara svona miðlungs langt á milli.
Við fengum Möndlu sem stelpu.

Hvernig í ósköpunum eigum við að finna út hvaða kyn Mandla og Lopi eru ? Við erum tvístígandi á hvort kynið þau eru

Sara og Stígur voru ánægð saman, þar til núna er hún aðeins byrjuð að sýna honum tennurnar. Kannski er það vegna þess að hún sé ungafull, við sáum þau parast fyrir helgi.

Við þurfum að bæta við búrum svo að hver og einn hamstur eigi sitt búr, ef einhver er með búr þá endilega látið mig vita.

Takk, vonast eftir svörum