Fáránlegt, en svona standa málin:
Var að fá æðislegan karlkyns kanínuunga, sem er ca. 2ja mánaða, en fyrir á ég ca. 1 árs karlkyns kanínu (ógeltur) og þegar ég kynnti þá var sá yngri mjög undirgefinn og kyrr, og sá eldri skoðaði hann og svona, sýndi ekki mikinn áhuga á honum heldur aðallega kassanum sem ég kom með hann heim í. En svo fer sá eldri að taka upp á því að reyna að fara upp á þann yngri! Ég reyndi að slá í rassinn á honum, koma honum af sem tókst, en hann varð mjög reiður og hvæsti á mig, er ofast ljúfur en varð mjög karlrembulegur og hélt bara áfram að reyna að fara upp á litla greyið sem var dauðhrætt!
Ég veit að sá yngri er karlkyns, það er enginn vafi á því, en á þetta eftir að halda svona áfram eða? Þarf ég að gelda þann eldri svo hann hætti þessu eða? Hvað get ég gert? Finn ekkert um þessa hegðun á netinu nema bara um kanínur sem fara upp á ketti (ugh!)
Einhver sem veit hvað ég get gert eða verð ég barað finna nýtt heimili fyrir þann yngri?