ætla að skýra frá þessu í stuttu máli.
Keypti mér dverghamstur (kellu) og hafði hana í búrinu í 2 daga áður en ég keypti aðra kellingu.
Nýja kellingin virðist vera abbó einhverra hluta vegna útí gömlu, því hún ræðst á hana, hleypur á hana og hreinlega leggur hana í einelti.
(ég er ekki mikið kunnur dverghömstrum, þannig ég spyr ykkur, gæti þetta hreinlega verið bara leikur í þeim?)
Gamla virðist vera hrædd við nýju, og ef að nýja ógnar henni, þá verður hún mjög hrædd og skýlir sér einhvernveginn með loppunum.
Gamla tístir og vælir mjög mikið, sérstaklega þegar að nýja er eitthvað að bögga hana.

Hvað er í gangi og hvernig á ég að snúa mér í þessu.

Ég hef hreina og beina andúð á nýju, því ég þoli ekki hvernig hún kemur fram við gömlu.

(þetta ætti nú að vera öfugt)

hjááálp veeeel þegin :/