Ég er búin að eiga dverghamsturinn minn í 3 vikur.
En ég var að spá hvernig maður sér hvort dverghamsturinn sé kk eða kvk?.
Sér maður hvað þeir eru gamlir?

Því að konan sem var að selja mér hamsturinn sagði að þetta væri kvk og hún væri 7 vikna. En mér finnst hún vera eldri en 7 vikna því að hún er svolítið stór meðan við aldur og mér líður eins og þetta sé karl.

Svo er hún/hann svolítið fljót/ur að fitna. Gæti verið að hamsturinn borðar svona mikið eða gæti ég hafa fengið hana ungafulla úr dýrabúðinni?
;)