Haldið þið að það væri nokkuð vitlaust að koma því til hlutaðeigandi yfirvalda að kannski sé kominn tími til að stofna nýtt áhugamál undir gæludýr. Það er, áhugamál fyrir þá sem vilja níðast á dýrum. Þetta myndi þjóna þeim tilgangi að losa þá sem er annt um dýr við að heyra af þeim sem vilja kvelja þau og koma upp stað fyrir þá sem hafa áhuga á dýrapyntingum. Það gengur ekki til lengdar að láta fólk þjást fyrir skoðanir annarra. Það ríkir málfrelsi hér á landi, en það er ekki hægt að hleypa öllum skoðunum inn á sama vettvang, það þarf að sía hluti frá og beina þeim annað.

Þetta er skrifað í ljósi þeirra umræða sem hafa farið fram inni á Köttum undanfarna daga. Þar hafa ummæli nokkurra einstaklinga farið fyrir brjóstið á fólki sem er annt um ketti.