Ég lenti í því í gær að missa naggrísinn minn.. Og þar sem ég er orðin svo vön að vera með dýr þá get ég ekki hugsað mér að vera lengi dýralaus!! Ekki það að það séu engin dýr hérna.. Núna eru 4 stökkmýs, 2 aðrir naggrísir og 2 kettir..
Ég og kærastinn minn ætlum að fá okkur mýs (venjulegar, ekki stökk) eða naggrís eftir samræmdu prófin (ég er að fara í þau)..
Ég kann á naggrísi og veit hvað ég á að gera, þarf því engar leiðbeingar þar..
En mýs eru mér alveg ókunnugar, eru þær þriflegar eða kemur vond lykt af þeim? Hvað verða þær gamlar? Hvenær á ævinni makast þær? Hvað eru ungarnir margir? Ég vil gjarnan fá svör við þessum spurningum sem og bara allar upplýsingar sem þið hafið uppá að bjóða :D