Ég var að fá mér 2 litla netta gúbbara um daginn og eins og alltaf þegar eithvað nýtt og spennandi er á heimili mans veitir maður því meiri athygli en ella. Í gær var ég að hrekkja litlu frænku mína, tveggja ára ærslabelg, með leizer ljósi, láta hana hlaupa um eftir púnktinum og fyrir slysni lýsti ég á fiskabúrið mitt heima. Þá sá ég að leizerinn skylur eftir sig línu í gegnum vatnið ef horft er frá vissu sjónarhorni og meðan ég var að velta þessu fyrir mér og lýsa í gegnum búrið fóru fiskarnir að veita þessu mikinn áhuga og eltu punktinn um allt búr. Maður hefur séð þetta oft með önnur dýr sem eru meira var um umhverfi sitt en þetta var algjörlega nýtt fyrir mér. Ég var að velta fyrir mér hvort það er eithvað fleyra sem fiskar hafa gaman að, þannig séð leika sér með.

Spurning að fara gera óvísindalegar tilraunir á þessum litlu krílum, án þess þó að valda þeim skaða eða hrekkja þá að einhverju ráði.
“Keep smiling, it makes people wonder what you're up to.”